fbpx

Uppáhalds hafragrauturinn: Uppskrift

HeilsaUppskriftirWorld Class

Mér finnst fátt betra en að byrja daginn á góðum hafragraut enda veitir hann mér góða fyllingu og orku inn í daginn.

Í uppáhaldi þessa dagana er súkkulaði-cookiedough-chia-hafragrautur – og já hann bragðast eins vel og hann hljómar, ég lofa!

Ég smellti nokkrum myndum í morgun þegar ég eldaði mér grautinn sem sýna allt sem þarf, step by step. Grauturinn er mjög einfaldur og fljótlegur í gerð en virkilega bragðgóður. Uppskriftin er fyrir eina skál og finnst mér best að blanda öllum þurrefnum saman í litlum potti, bæta svo vökvunum við og hræra í þar til grauturinn byrjar að bubbla. Ég læt hann ekki sjóða heldur helli strax í skál.

Ég er oft spurð um hvaða prótein ég nota en það er cookie dough whey prótein frá All Stars (fæst hér: https://www.worldclass.is/vefverslun/faedubotarefni/). Mér finnst það langbest á bragðið og blandast vel í grautinn!

Súkkulaði-cookiedough-chia-hafragrautur:

1 dl hafrar (ég nota grófa)
30 g whey prótein
1 msk chia fræ
1 dl Mylk súkkulaði (mjólkurlaus)
1 dl vatn

Njótið vel!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Ungfrú Ísland 2017

Skrifa Innlegg