fbpx

Ungfrú Ísland 2017

LífiðÚtlit

Lokakvöld Ungfrú Ísland 2017 fer fram með glæsilegasta móti laugardagskvöldið 26. ágúst. Nú eru minna en tvær vikur í viðburðinn og því í nógu að snúast hjá mér fyrir lokakvöldið. Það eru æfingar á fullu fyrir showið og allt að smella – en á kvöldinu verða tískusýningar frá Nike og Another Creation (Ýr Þrastardóttir) og fram koma DJ Dóra Júlía, Herra Hnetusmjör og Chase. Undirbúningsferlið hefur gengið alveg ótrúlega vel og það er ekkert smá skemmtilegt að vinna með svona mörgum efnilegum ungum stelpum og sjá þær blómstra í gegnum ferlið!

xx

Á dögunum birtist viðtal við mig á Vísi um Ungfrú Ísland í ár og langaði mig að deila nokkrum punktum úr því með ykkur – en viðtalið má lesa í heild hér.

„Okkar fókus hefur verið að fylgja formi Miss World og tókum við út fyrsta, annað og þriðja sætið og nú eru fimm mismunandi titlar í boði sem allir eru sömuleiðis í Miss World. Titlarnir eru Ungfrú Ísland, Íþróttastúlkan, Hæfileikastúlkan, Vinsælasta stúlkan og Fyrirsætustúlkan. Einnig bættum við góðgerðarstörfum inn í ferlið og höfum tekið út bikiníatriðið, þar sem engin sundfatasýning er í Miss World og fannst okkur sá þáttur orðinn barn síns tíma. Í staðinn verður íþróttafatasýning frá Nike.“

Birgitta Líf segir að í dag snúist keppnin Ungfrú Ísland um að velja verðugan fulltrúa til þess að keppa fyrir Íslands hönd í keppninni Miss World sem fer fram síðar á þessu ári í Kína. Íslensk stúlka hefur þrisvar náð sér í þann titil frá því fyrsta Ungfrú Ísland var krýnd árið 1950 en þær Hólmfríður Karlsdóttir, Linda Pétursdóttir og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir voru allar krýndar Ungfrú Heimur þegar þær tóku þátt.

Skipuleggjendur keppninnar segja að andleg líðan keppanda skipti miklu máli og unnið sé í því að styrkja sjálfstraust keppenda.

„Stelpurnar byrjuðu undirbúningsferlið á að fara á Dale Carnegie námskeið en svo hefur hópur þátttakenda úr Ungfrú Ísland keppninni frá 2015 og 2016, ásamt stjórnendum Ungfrú Ísland, haldið vel utan um þær og veitt þeim góðan stuðning. Þær eru einnig duglegar að hvetja hvor aðrar áfram og vera til staðar. Svo erum við duglegar að fara í allskonar æfingar og leiki sem byggja upp gott sjálfstraust.  Að taka þátt í svona ferli, koma fram á sviði á lokakvöldinu og að leyfa alþjóð að kynnast sér styrkir sjálfstraustið helling,“ segir Birgitta. Henni finnst mestu máli skipta að keppendum líði vel með sjálfa sig, stígi stoltar og sáttar á svið og hafi gaman af því að taka þátt í „showinu.“


Þátttakendur taka meðal annars þátt í hópefli, námskeiðum, íþróttakeppni, hæfileikakeppni, myndatöku, förðunarnámskeiði og undirbúna sig fyrir tískusýningar.

Sjálf stefndi Birgitta á að taka þátt í þessari keppni á þessum tímapunkti en hætti við það eftir að foreldrar hennar, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir eigendur World Class, keyptu keppnina.

„Ég ólst svolítið upp viðloðandi þennan bransa og ætlaði alltaf að taka þátt. Ég vildi bíða þangað til ég yrði aðeins eldri en eftir að foreldrar mínir tóku við Ungfrú Ísland fannst mér ekki passa að taka þátt sjálf. Mér finnst hins vegar mjög gaman að vinna við keppnina og fylgjast með öllum þessum flottu stelpum blómstra og upplifa skemmtilega hluti með þeim.“

Ég vonast til að sjá ykkur sem flest í Hörpunni 26. ágúst n.k. Miðasala byrjar á harpa.is á morgun, fimmtudag, og verður viðburðinum einnig streymt Live á Facebooksíðu Ungfrú Ísland.

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Skemmtilegt hlaupaplan

Skrifa Innlegg