fbpx

Sprettæfing: Pýramídi

ÆfingarHeilsa

Ég er alltaf með eina “go-to” sprettæfingu sem ég tek þegar ég veit ekki hvað ég eigi að gera á æfingu eða er ekki í gírnum. Það þægilega við hana er að hún er stutt og því engin afsökun að nenna ekki að taka hana. Nánast undantekningarlaust kemst ég í meiri æfingagír við að gera hana og enda oftast á að æfa meira. Hún kemur manni þannig vel af stað sama hvort hún er tekin stök, fyrir æfingu eða eftir æfingu.

Ég byrja oftast á að rölta eða skokka í ca 5 mín áður en ég tek sprettina en æfingin sjálf er ekki nema 15 mínútur og maður svitnar VEL! Ég kalla hana pýramídaæfinguna þar sem ég hækka hraðann eftir hvern sprett þangað til “toppi” pýramídans er náð og lækka svo aftur niður smám saman í byrjunarhraðann. Ég hækka/lækka alltaf um 0.7 km/klst á milli spretta. Ég hef prófað að hafa hraðabreytinguna bæði minni og meiri en mér finnst 0.7 best. Það er ekki of mikil hraðabreyting en samt sem áður mjög krefjandi – þetta á ekki að vera auðvelt! Við viljum alltaf ögra okkur aðeins en fyrir þá sem eru að byrja er bæði hægt að auðvelda æfinguna með því að taka færri spretti (og þá er “toppurinn” lægri hraði og þá lækkað aftur niður) eða gera hana erfiðari með því að fjölga sprettunum og þá verður “toppurinn” hærri/hraðari! Ég hvet ykkur til að lækka ekki hraðann heldur taka frekar færri spretti og vinna ykkur smám saman upp í “alla” æfinguna. Sprettina hef ég 30 sek langa og í hvíldinni hoppa ég með fæturna af brettinu í 30 sek. Það er sama með þetta – hægt er að hafa sprettina lengri og hvíldina styttri o.s.frv. en svona geri ég æfinguna oftast:

xx

 


Pýramídasprettir Birgittu Líf

 

#1: Hraði 13 km/klst í 30 sek
30 sek hvíld


#2: Hraði 13.7 km/klst í 30 sek
30 sek hvíld


#3: Hraði 14.4 km/klst í 30 sek
30 sek hvíld


#4: Hraði 15.1 km/klst í 30 sek
30 sek hvíld


#5: Hraði 15.8 km/klst í 30 sek
30 sek hvíld


#6: Hraði 16.5 km/klst í 30 sek
30 sek hvíld


#7: Hraði 17.2 km/klst í 30 sek
30 sek hvíld


#8: Hraði 17.9 km/klst í 30 sek (toppurinn)
30 sek hvíld


#9: Hraði 17.2 km/klst í 30 sek
30 sek hvíld


#10: Hraði 16.5 km/klst í 30 sek
30 sek hvíld


#11: Hraði 15.8 km/klst í 30 sek
30 sek hvíld


#12: Hraði 15.1 km/klst í 30 sek
30 sek hvíld


#13: Hraði 14.4 km/klst í 30 sek
30 sek hvíld


#14: Hraði 13.7 km/klst í 30 sek
30 sek hvíld


#15: Hraði 13 km/klst í 30 sek

 


Mér finnst alltaf gaman að fá hugmyndir af æfingum frá öðrum og sérstaklega svona þar sem maður getur síðan aðlagað að sínu stigi. Let’s run!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Jólagjafalisti + BOSE afsláttakóði

Skrifa Innlegg