fbpx

Jólin á Borðinu

LífiðRVKfit

Okkur vinkonunum var í vikunni boðið að koma og upplifa jólin á Borðinu.

Borðið er ótrúlega fallegur veitingastaður á Ægissíðu sem er meðal annars þekktur fyrir sína ljúffengu kanilsnúða og helgarbrönsinn. Það eru þrjú hjón sem eiga Borðið saman ásamt kokkinum og svo aðra staði, meðal annars á Hlemm. Þau flytja allt sjálf inn frá Ítalíu og Bretlandi. Þau eru öll að vinna að öðrum verkefnum líka en það var draumur þeirra að eiga lítinn kósý veitingastað þar sem hægt væri að komast aðeins frá miðbænum í hverfi þar sem hægt er að borða góðan mat í fallegu umhverfi. Þau ná svo sannarlega að skapa akkúrat þannig stemningu og umhverfi á Borðinu og verð ég að mæla með að fólk geri sér ferð þangað.

Jólamatseðilinn er þriggja rétta og er val um grænmetis eða kjötseðil. Boðið er uppá hann í hádeginu og á kvöldin í desember og fara borðapantanir frá á bordid@bordid.is – það sem er líka skemmtilegt við Borðið er að það má alltaf koma með eigið vín á staðinn. Maturinn, umhverfið og félagsskapurinn var allt uppá tíu!

Takk innilega fyrir okkur Borðið

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Laugardagsæfingin

Skrifa Innlegg