fbpx

#werunparis

ÆfingarLífiðNike

#werunparis

xx

Akkúrat þessa stundina er ég stödd í lest í Frakklandi á leið frá París til Lyon – en ég fékk nokkurra daga frí í fluginu og ákváðum við vinkonurnar að skella okkur til Frakklands.

Eins og ég hef skrifað um áður hér á blogginu er ég í þjálfun hjá Mark Johnson í World Class og eftir að ég byrjaði hjá honum í vetur hef ég verið að prófa mig meira áfram í lyftingum og tæknilegri æfingum en ég var vön. Mark er í sumarfríi núna í ágúst og hann vildi að ég myndi breyta æfingarútínunni á meðan – bæði til að staðna ekki og hvíla aðeins líkamann á lóðunum. Hann setti upp hlaupaprógram fyrir okkur vinkonurnar sem æfum hjá honum og hef ég því verið að hlaupa aðeins undanfarið og ætla að halda því áfram út ágúst. Mér finnst mjög gaman að breyta til en ég finn líka að ég er strax orðin spennt að byrja aftur í þjálfun hjá honum og bæta mig í þeim æfingum. Ég talaði við Mark um að fá að deila hlaupaplaninu með ykkur og kemur það hingað inn á næstu dögum, fylgist með!

Ég skellti mér í Nike hér í París og keypti mér nýja hlaupaskó – Nike Zoom Pegasus (meira um þá síðar) – og við vinkonurnar tókum létt hlaup um borgina sem endaði í garðinum hjá Eiffel Turninum. Virkilega fallegt hlaupaumhverfið þann morguninn!

Ég leyfi nokkrum myndum frá æfingunni að fylgja hér með en deili svo fleiri myndum með ykkur þegar ég kem heim – en ég er búin að vera dugleg að taka myndir bæði á snapchat og instagram.

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Útiæfing: Myndband

Skrifa Innlegg