#werunparis

ÆfingarLífiðNike

#werunparis

xx

Akkúrat þessa stundina er ég stödd í lest í Frakklandi á leið frá París til Lyon – en ég fékk nokkurra daga frí í fluginu og ákváðum við vinkonurnar að skella okkur til Frakklands.

Eins og ég hef skrifað um áður hér á blogginu er ég í þjálfun hjá Mark Johnson í World Class og eftir að ég byrjaði hjá honum í vetur hef ég verið að prófa mig meira áfram í lyftingum og tæknilegri æfingum en ég var vön. Mark er í sumarfríi núna í ágúst og hann vildi að ég myndi breyta æfingarútínunni á meðan – bæði til að staðna ekki og hvíla aðeins líkamann á lóðunum. Hann setti upp hlaupaprógram fyrir okkur vinkonurnar sem æfum hjá honum og hef ég því verið að hlaupa aðeins undanfarið og ætla að halda því áfram út ágúst. Mér finnst mjög gaman að breyta til en ég finn líka að ég er strax orðin spennt að byrja aftur í þjálfun hjá honum og bæta mig í þeim æfingum. Ég talaði við Mark um að fá að deila hlaupaplaninu með ykkur og kemur það hingað inn á næstu dögum, fylgist með!

Ég skellti mér í Nike hér í París og keypti mér nýja hlaupaskó – Nike Zoom Pegasus (meira um þá síðar) – og við vinkonurnar tókum létt hlaup um borgina sem endaði í garðinum hjá Eiffel Turninum. Virkilega fallegt hlaupaumhverfið þann morguninn!

Ég leyfi nokkrum myndum frá æfingunni að fylgja hér með en deili svo fleiri myndum með ykkur þegar ég kem heim – en ég er búin að vera dugleg að taka myndir bæði á snapchat og instagram.

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Champion æfingabuxur

ÆFINGAFÖTHREYFING

 Ég bloggaði um þessar æfingabuxur þegar ég tilheyrði M-X-K blogginu. Þær voru keyptar í Target fyrir rúmu ári síðan. Um leið og hjól TF-FIX snertu lendingarbrautina í KEF, sá ég eftir því að hafa ekki keypt fleiri. Ellefu Ameríkuferðum síðar hafa þær ekki enn ratað í leitirnar.

Fyrir um viku síðan segir vinkona mín við mig “Já, ég var einmitt að kaupa buxurnar frá Champion sem þú heldur svo mikið upp á”. Ég trúði ekki að draumabuxurnar mínar væru mættar á svæðið.. ég fór rakleiðis inn á target.com og jú, mikið rétt, þær eru komnar aftur í sölu.

IMG_2346

Mínar. Þessar hef ég ofnotað í rúmt ár..

Screen Shot 2013-10-14 at 10.08.28 PM

 

Screen Shot 2013-10-14 at 10.08.08 PM

Screen Shot 2013-10-14 at 10.08.02 PM

 

Screen Shot 2013-10-14 at 9.49.20 PM

 

Screen Shot 2013-10-14 at 9.48.58 PM

 

Screen Shot 2013-10-14 at 9.48.37 PM

Kostir þessara buxna:
Fóðraðar með léttu flísefni að innan
Aðlaga sig að hitastigi, svo þær eru bæði snilld fyrir innan- og utandyra hreyfingu
Appelsínuhúð sést ekki í gegn
Rosalega þægilegar
Flottar
Gott snið

Galli:
Eiga það til að renna niður en það er ekki svo alvarlegt að það trufli mann

Frænka mín er í Boston þessa stundina & ég bað hana um að kippa þeim með… svo mun ég nýta mér FloridaÖmmu mína og panta fleiri.. ég held svona án alls gríns og húmors að ég panti mér allar buxurnar nema þessar grænu. Stykkið kostar 24.99$.. svo þetta yrði aldrei meira en ca. 15 þúsund í heild sinni. Og já, þær eru “true to size”.

Fást: hér.

1384392_10202074626209413_2023819402_n