fbpx

Skálað í miðri viku

Lífið

Það er alltaf jafn skemmtilegt (og nauðsynlegt) að gera sér glaðan dag og brjóta aðeins vikuna upp.

Við vinkonurnar fengum dásamlegt boð frá Apotek Kitchen + Bar, sem er einn af mínum uppáhalds stöðum, um að koma í smárétti og kokteila hjá þeim á miðvikudagskvöldið s.l.

Að hitta stelpurnar, skála í góða kokteila og borða góðan mat er svo sannarlega uppskrift að góðu kvöldi og sátum við stelpurnar á Apotek til að verða miðnættis. Það þarf ekki alltaf að vera laugardagur til að hittast og eiga góða kvöldstund.

Við fórum fjórar saman en kvöldið byrjaði á því að okkur var boðið uppá einn vinsælasta kokteilinn þeirra, Dillagin, sem var borinn fram á skemmtilegan hátt í könnu. Apotek er þekkt fyrir góða drykki og mat og er smáréttaseðillinn virkilega góður – ég átti mjög erfitt með að velja á milli. Ég fór í hádegismat á Apotek um daginn og fékk mér þá Önd&vöfflu sem ég get vel mælt með. Stelpurnar pöntuðu sér það allar en ég ákvað að velja mér aðra rétti í þetta skiptið þar sem mig langaði að prófa fleiri rétti. Það sem stóð uppúr var án efa túnfiskurinn sem kom með avókadó og melónum. Ég fæ vatn í munninn við að hugsa um það. Að auki fékk ég mér rétt sem heitir Íslenskt landslag, eða lambatartar, og djúpsteiktan smokkfisk. Ég myndi klárlega fá mér alla þessa rétti aftur! Að lokum kom síðan desertbakki á borðið til okkar sem við slógum hendinni að sjálfsögðu ekki á móti. Eftirréttirnir á Apotek eru eitthvað annað…

Að gera sér glaðan dag og skella sér á Apotek Kitchen + Bar er eitthvað sem ég mæli með – hvort sem það er bara í drykki eða nokkra smárétti með xx

Takk kærlega fyrir okkur Apotek.

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Fyrsta vikan

Skrifa Innlegg