fbpx

My motivation

Lífið


Mánudagur – ný vika – ný markmið!

Er ekki tilvalið að byrja þessa viku á smá hvatningu?

Þessa mynd er ég með framaná símanum mínum og hvetur hún mig áfram alla daga. Þetta er ekki flókið, you can, en gerir mikið. Ástæðan fyrir því að ég vel þessa mynd til að hvetja mig áfram í hvert skipti sem ég kíki á símann er sú að þetta á við um hvað sem er, hvenær sem er. Það er alveg sama hvort ég sé á erfiðri æfingu, að læra undir próf eða bara að koma mér út í daginn –  þessi tvö orð minna mig alltaf á að ég get allt það sem ég ætla mér.

Ég er dugleg að safna saman motivation myndum í albúm í símanum þar sem ég get alltaf flett í gegn þegar mig vantar smá pepp, hvort sem það er fyrir æfingar eða bara almennt í lífinu! Við erum öll mannleg og eigum okkar góðu og slæmu daga en það þarf oft ekki nema smá hugarfarsbreytingu eða hvatningu til að breyta þeim slæmu í góða xx

Ég reyni alltaf að vera jákvæð og sjá það góða í hvaða aðstæðum sem er. Þessi quote eru öll misjöfn og eiga bæði við um andlega- og líkamlega heilsu, enda helst þetta allt saman í hendur. Hugurinn hefur svo mikil áhrif á okkur og því er nauðsynlegt að hafa hann á réttum stað til að ná árangri í því sem við tökum okkur fyrir hendur.

Við erum auðvitað öll ólík en þessi quote hér að neðan held ég að allir geti tekið til sín og aðlagað að sínum verkefnum og markmiðum – hvort sem er í æfingum, skóla, vinnu eða öðru. Ég deili hér með ykkur mínum uppáhalds motivation myndum og vona að þið getið leitað aftur hingað hvenær sem þið þurfið á hvatningu að halda.

Ég vona að þið eigið yndislegan mánudag!

xx

Birgitta Líf

instagram&snapchat: birgittalif

Nike MayFly

Skrifa Innlegg