fbpx

Laugardagsæfingin vol. 2

ÆfingarLaugar SpaRVKfitWorld Class

Laugardagsæfingin var að sjálfsögðu á sínum stað. Við vinkonurnar byrjuðum daginn í Svarta Boxinu í World Class Kringlunni og fórum svo í Betri stofuna í Laugum, röltum í miðbænum og enduðum í pizzu á Flatey að vana – virkilega notalegt!

xx

Æfingavikan var búin að vera frekar strembin hjá okkur öllum með tilheyrandi þreyttum vöðvum. Við settum upp létta og þægilega æfingu þar sem einungis eru bodyweight æfingar (þ.e. engin lóð eða þyngdir) með hlaupum inná milli til að keyra púlsinn upp og svitna vel. Það er svo að sjálfsögðu hægt að bæta þyngdum við þessar æfingar en annars er hún tilvalin til að taka þegar maður vill bara svitna vel og taka á því. Æfingin sjálf tekur u.þ.b. 20 mínútur svo það er tilvalið að taka hringinn allavega 2x.


Bodyweight-æfing með hlaupum:

Upphitun

  • 16 framstigshopp
  • 20 toe touches

200m hlaup

  • 20 hangandi fótalyftur
  • 10 dýfur

200m hlaup

  • 10 kassahopp
  • 20 armbeygjur

200m hlaup

  • 10 öfugar fótalyftur í hringjum
  • 20 good mornings

200m hlaup

Teygjur


 

Æfinguna getið þið séð hér!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Jólin á Borðinu

Skrifa Innlegg