fbpx

Laugardagsæfingin

66° NORTHÆfingarLaugar SpaRVKfitUppskriftirWorld Class

Eftir að eðlileg rútína og skóli/vinnuvika er komin á eftir sumarið hafa laugardagar orðið hálf-heilagir sem æfing&spa dagar hjá okkur vinkonunum. Það er fátt betra en að sofa örlítið út og skella sér svo á skemmtilega æfingu með vinkonunum og slaka svo á í spa-inu. Hvort sem planið er svo að hafa það notalegt um kvöldið eða skella sér út á lífið er svo gott að taka daginn með trompi og vera alveg endurnærður!

xx

Ég svaf til rúmlega 10 í morgun og útbjó mér ljúffengan hafragraut:

1 dl Tröllahafrar
1 msk chiafræ
2 msk Amino Collagen duft
20 g Cookie Dough Whey Protein
1 dl Rebel Kitchen súkkulaði”mjólk”
1 dl vatn

Ég fór svo og hitti Jórunni vinkonu mína í World Class Kringlunni þar sem við tókum saman æfingu í Svarta boxinu. Svarta boxið er free training salur í Kringlunni sem er opinn á sama tíma og stöðin sjálf. Á laugardögum lokar frekar snemma og mættum við eftir lokun þar sem ég nýtti mér aðstöðu mína og höfðum við salinn því alveg útaf fyrir okkur.

Æfingin sem við gerðum er frá Mark Johnson þjálfara í World Class. Við byrjuðum á að hlaupa kílómeter og gerðum svo upphitunarhring án lóða tvisvar sinnum:

20 birddogs
20/30 bandwalks
20 crunches
20 passthrough
10 hnébeygjur
30 cross
100 sipp

Eftir að hafa hitað líkamann vel upp með hlaupi, æfingum og teygjum stilltum við símanum upp og tókum æfinguna sjálfa upp. Æfingin tekur á nánast öllum líkamanum og keyrir púlsinn vel upp með hlaupi á milli æfinga. Það var ágætis pressa að hafa upptökuna í gangi og hvatti okkur sjálfar því áfram í leiðinni. Myndbandið var stillt á timelapse svo það er mjög hratt en mig langaði samt sem áður að deila því og æfingunni með ykkur!

Eftir æfinguna fórum við í Betri stofuna í Laugum – en hvíld og recovery er álíka jafn mikilvægt fyrir líkamann og að hreyfa sig. Að fara í heita og kalda pottinn og gufu getur gert gæfumuninn í að minnka harðsperrur og hvíla vöðvana fyrir utan hvað það er ótrúlega notalegt. Við komum sáttar og sælar útúr þessum laugardegi xx

Ég hlakka til að deila með ykkur fleiri laugardagsæfingum –

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Sprettæfing: Pýramídi

Skrifa Innlegg