fbpx

Lagersala 66°North

66° NORTHSamstarf

Í samstarfi við 66° langar mig að deila með ykkur að lagersala 66° Norður hefst í dag, fimmtudaginn 11. október, og mun standa út 17. október!

Ég kíkti á lagersöluna í gær þar sem ég skoðaði úrvalið og mátaði nokkrar flíkur sem þar verða í boði. Ég setti eina mynd í story á instagram í gærkvöldi og fékk strax nokkur skilaboð um hvar og hvenær lagersalan færi fram; hún fer fram í útsölumarkaði 66° í Faxafeni (og í Skipagötu á Akureyri).

Úrvalið á lagersölunni er virkilega gott en þar er allt frá ungbarnagöllum yfir í úlpur og vinnuföt. Það leynast ýmsar gersemar inn á milli og tók ég sérstaklega eftir hvað úrvalið af stuttermabolum er gott – bæði stelpu og stráka – en það er einmitt 2fyrir1 tilboð af stuttermabolum.

Ég tók litla bróðir minn með mér til að geta sýnt betur það sem í boði er fyrir bæði kyn en við smelltum myndum af nokkrum af okkar uppáhaldsvörum sem í boði eru!

xx

xx

Valdar vörur af lagersölunni eru svo fáanlegar í vefverslun en úrvalið má skoða hér xx

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

CALI WEEKEND

Skrifa Innlegg