fbpx

Kínaævintýrið

66° NORTHLífið

Nihao

 xx

Ég hef fengið margar spurningar um ferðalagið sem ég fór í um daginn, bæði hvernig hafi verið og hvað ég hafi verið að gera og langar mig að segja ykkur betur frá þessu Kínaævintýri sem ég var svo heppin að fá að upplifa um daginn.

Ég segi heppin því mér finnst alls ekki sjálfsagt að fá að ferðast hinumegin á hnöttinn og upplifa aðra menningu og kynnast um leið fólki frá öllum heimshornum. Ég fór í ferðina á vegum Ungfrú Ísland sem framkvæmdarstjóri en keppnin Miss Globalcity bauð mér, national director, ásamt þátttakanda frá Íslandi að koma til Kína í tvær vikur. Ég fór með Anítu Ösp sem hlaut titilinn Miss Top Model Iceland 2016 og áttum við meiriháttar ferðalag saman. Stjórnendur og skipuleggjendur keppninnar eru frá Taíwan og var ekkert smá vel að öllu staðið. Það var hugsað um okkur frá morgni til kvölds og voru umsjónardömurnar hver annarri yndislegri. Þátttakendur í Miss Globalcity voru tæplega 40 og vorum við fjórir national directors með í för – en hinir voru frá Englandi, Þýskalandi og Rússlandi.

Kína kom mér ótrúlega skemmtilega á óvart en ég vissi í raun ekkert við hverju var að búast – eitt var ég þó viss um en það var að hinn hefðbundni kínverski matur er ekki sá sem við þekkjum sem “kínverskan mat” og var búið að ráðleggja okkur að taka nóg af nesti. Þetta reyndist svo sannarlega rétt og er ég mjög þakklát fyrir að við höfum fyllt töskurnar af Froosh, próteinstykkjum, núðlum og að sjálfsögðu Nocco. Þetta kom sér virkilega vel þegar það eina sem við gátum komið ofaní okkur yfir daginn var skál af hrísgrjónum – sem ég var samt hæstánægð með að fá! Það er líklega best að lýsa þessu þannig að maturinn er flestur enn með augu, gogg eða klær. Hann var ekkert endilega vondur (þegar ég fékk mig til að smakka uppá kurteisissakir) heldur var það útlitið og áferðin sem fékk mig til að missa alla lyst. Mér varð líka hálfflökurt að vita ekki hvað væri á disknum fyrir framan mig og kínversku vinir mínir svöruðu bara “in China we don’t ask, just eat” eða “I think it’s chicken” … you THINK já, nei takk!

Ég átti 25 ára afmæli á meðan við vorum úti og kínversku vinir mínir sáu aldeilis til þess að dagurinn yrði eftirminnilegur. Við eyddum deginum á snekkju og um kvöldið var góðgerðardinner í glæsilegum herragarði þar sem ég fékk stærstu köku í heimi og afmælissöng af bestu gerð. Þessum degi mun ég seint gleyma xx

Þar sem ég var í starfi framkvæmdarstjóra Ungfrú Ísland þarna úti var ég ekki alltaf með Anítu heldur hinum framkvæmdarstjórunum, stjórnendunum og alls kyns aðilum úr ólíkum stöðum og geirum frá Asíu. Þetta fannst mér virkilega skemmtilegt og dýrmæt reynsla en ég fékk að kynnast fólki á öllum aldri og bæði ráðherrum, tónlistarmönnum, listmálurum, prófessorum, kvikmyndaleikstjórum o.s.frv.

Við vorum base-uð í Shanghai í gegnum keppnina en ferðuðumst einnig um Kína, m.a. til Wenzhou sem var ótrúlega fallegt. Shanghai er alveg ótrúlega falleg borg og á Manhattan ekki roð í háhýsin og ljósadýrðina þar.

Lokakvöld keppninnar fór fram á W hótelinu sem er eitt það flottasta sem ég hef komið á og er útsýnið þar yfir The Bund alveg magnað. Ég sat í dómnefnd ásamt fjórtán manns sem var mjög skemmtileg reynsla. Lokakvöldið fór fram fyrir fullum sal af fólki og var einnig sjónvarpað á Kínverskum og Taíwönskum sjónvarpsstöðvum og streymt í beinni svo að vinir og vandamenn okkar gátu fylgst með að heiman. Með 5 mínútna fyrirvara var með sagt að ég ætti að fara uppá svið og halda ræðu. Ég er mjög feimin en varð að bíta á jaxlinn og ganga upp á svið eins og láta ekki sjást að ég hefði ekkert getað undirbúið mig. Þetta tókst og ég stóð fyrir framan mörghundruð manns í beinni útsendingu og hélt óundirbúna ræðu á ensku – viðurkenni að ég var frekar stolt af mér á þessu augnabliki. Ég fór svo seinna um kvöldið upp á svið til að krýna Best Gala Dress Performance og kom það skemmtilega á óvart að ég krýndi Anítu – virkilega krúttlegt móment hjá okkur vinkonunum xx

Eftir keppnina komum við okkur hjá því að þurfa að “borða” sama kínverska matinn og fórum á veitingastaðinn á toppnum á W hótelinu þar sem við fengum ljúffengar steikur. Staðurinn var virkilega flottur með meiriháttar útsýni og góðum mat – ég mæli með ef þið eigið leið til Shanghai! Síðasta daginn áttum við frí og ákváðum við að eyða honum í Disneylandi þar sem við skemmtum okkur konunglega.

Mér þykir ótrúlega vænt um að hafa fengið að fara í þetta ævintýri og kynnast öllu þessu fólki og upplifa menningu þeirra. Ég vona að ég fái tækifæri til að kynnast Kína betur í framtíðinni.

Xiéxié

 

xx

 

Birgitta Líf

instagram & snapchat: birgittalif

 

 

Lakkrísbomban

Skrifa Innlegg