fbpx

Gómsæt jólagjöf

Lífið

Ég fékk heldur snemmbúna en gómsæta jólagjöf í vikunni frá Apotek Kitchen Bar. Gjöfin sem ég fékk voru gjafabréf sem gilda á fjóra af vinsælustu veitingastöðum borgarinnar: Apotek Kitchen Bar, Tapasbarinn, Sæta Svínið eða Sushi Social! Virkilega sniðugt concept og gaman að geta valið um stað.

Staðirnir eru hver öðrum betri og er Sushi Social einn af mínum uppáhalds (einsog svo margra annarra). Mér fannst tilvalið að deila þessari gjöf með vinkonum mínum þar sem það er svo sniðugt að gefa upplifun og samveru í jólagjöf – hvort sem það er til þeirra sem eiga allt eða einmitt til að njóta með fjölskyldu eða vinum. Ég hef lengi verið á leiðinni á Apotekið en aldrei farið svo að sá staður varð fyrir valinu hjá okkur vinkonunum. Við ákváðum að gera okkur bara strax glaðan dag og fórum þangað síðasta laugardagskvöld í góðra vina hópi – en við æfum alltaf saman á föstudögum og skelltum þessu uppí hálfgerða árshátíð föstudagshópsins.

Ég valdi mér lönguna af matseðlinum sem var virkilega góð og drykkirnir voru mjög góðir og öðruvísi. Ég mæli klárlega með svona gómsætu gjafabréfi í jólagjöf fyrir þá sem eiga allt! Takk fyrir mig Apotek Kitchen Bar xx

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Brúlla?

Skrifa Innlegg