fbpx

Glacial Frost Face Mask

Snyrtivörur

Nafnið á þessum maska er virkilega lýsandi fyrir hann enda mjög kælandi og frískandi fyrir húðina.

Ég fékk á dögunum gefins prufu af þessum nýja íslenska andlitsmaska en hann er framleiddur af fyrirtækinu Feel Iceland sem ég hef verið í samstarfi með í næstum ár núna. Helsta varan sem ég hef verið að nota frá þeim er Marine Amino Collagen duftið sem ég hef áður skrifað um en því bæti ég alltaf útí hafragrautinn minn og boost.

Einsog þið eflaust vitið nota ég nánast eingöngu Laugar Spa þegar kemur að húð- og líkamsvörum en mér finnst alltaf gaman að prófa nýjar vörur og dekra aðeins við húðina. Feel Iceland maskinn er íslensk framleiðsla og einungis unninn úr hreinum náttúrulegum efnum sem mér finnst skipta mjög miklu máli – við viljum jú ekki setja hvað sem er framaní okkur. Frostmaskinn inniheldur lifandi þorskaensím sem á að vinna í að gefa húðinni raka og “plump”.

Maskinn er ólíkur öðrum sem ég hef prófað að því leiti til að hann er í tveimur skrefum; fyrsta skrefið er að bera ískaldann maskann á sem er einsog gel og það seinna að bera kollagen duftið yfir.

Eftir að ég skolaði maskann af bar ég nóg af Laugar Spa serumi á húðina og þrátt fyrir að það sé erfitt að meta maskann út frá einu skipti er það góðs viti að ég vaknaði með silkimjúka húð! Skemmtilegur og öðruvísi maski sem er gaman að sé kominn á markaðinn.

Takk fyrir mig Feel Iceland

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif


Vöruna fékk ég að gjöf en mér var ekki skylt að skrifa um hana. 


Rainy Festival Weekend

Skrifa Innlegg