fbpx

Fullir Vasar ævintýrið

Lífið

Aldrei hefði mér dottið í hug að ég yrði framkvæmdarstjóri á kvikmynd en hér er ég að forsýna eitt stykki! Svona er lífið og hérna er hún: Fullir Vasar

Svona var textinn við þessa mynd sem ég birti á instagram á fimmtudaginn og þetta eru sko orð að sönnu.

Ég fékk boð síðasta sumar um að vinna við bíómyndina sem átti að taka upp um haustið. Þetta svið er ólíkt öllu því sem ég hef unnið við en vinnan sjálf sem mér var ætluð var í rauninni ekkert svo ólík því sem ég geri dagsdaglega sem samfélagsmiðlastjóri hjá stóru fyrirtæki, með mína eigin miðla og síðan hef ég reynslu af framkvæmdastjórn Ungfrú Ísland. Ég áttaði mig ekki alveg strax á hvers vegna strákarnir vildu fá mig í þetta verk en ákvað samt sem áður að slá til þar sem þetta hljómaði sem virkilega skemmtilegt tækifæri. Boltinn fór að rúlla og í september vorum við mætt á sett þar sem tekin var upp heil bíómynd á einum mánuði! Dagarnir gátu því verið langir og strangir en allir mjög skemmtilegir og fjölbreyttir.

Ég þekkti þá Nökkva, Egil og Aron Má úr Verzló og hef unnið mikið með Nökkva og Agli en Hjálmari kynntist ég við gerð bíómyndarinnar. Þeir eru allir sem einn toppeintök, algjör yndi og það var aldrei leiðinlegt að vinna í kringum þá – og Anton Ingi leikstjóri, framleiðendurnir og allt crewið voru alveg meiriháttar.

Hér eru nokkrar myndir frá ferlinu:

Fullir Vasar var síðan forsýnd fimmtudaginn 18. febrúar s.l. og var Smárabíó fullt útúr dyrum. Það er virkilega gaman að sjá eitthvað sem maður hefur unnið að verða að veruleika og fylltist ég miklu stolti þegar ég sat í bíósalnum, myndin var að hefjast og ég sá nafnið mitt stórum stöfum í upphafi kvikmyndar.

Forsýning Fullra Vasa í Ísland í dag: http://www.visir.is/section/MEDIA99&katid=57

Myndin hefur strax fengið mjög góðar viðtökur en hún er frumsýnd núna á föstudaginn, 23. febrúar.

Þetta verkefni var ótrúlega óvænt og skemmtilegt og ég er mjög þakklát að hafa sagt já við að taka þátt í því!

ALLIR Í BÍÓ

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

RVKfit Training Event

Skrifa Innlegg