fbpx

Birgitta Líf: Update

Lífið

Góða kvöldið! Það eru komnar tæpar tvær vikur frá því þið heyrðuð síðast frá mér hérna inná og finnst mér ég því skulda smá update xx

Ef þið eruð að fylgja mér á samfélagsmiðlum hafið þið eflaust tekið eftir því að síðustu vikur hafa verið mjög busy hjá mér sem skýrir bloggleysið. Lokakvöld Ungfrú Ísland fór fram í Hörpunni síðastliðið laugardagskvöld og gekk allt ótrúlega vel. Sem framkvæmdarstjóri voru síðustu dagar fyrir lokakvöldið langir og strangir í að klára allan undirbúning og skilaði það sér með frábæru showi um helgina. Ég var einnig að fljúga samhliða þessu og tók litla bróðir minn m.a. með í stopp til New York sem var virkilega notalegt, meira frá því seinna. Strax á mánudaginn byrjaði ég að vinna við nýtt verkefni en það er kvikmyndin Fullir Vasar (http://www.mbl.is/folk/frettir/2017/08/24/snapchat_stjornur_a_hvita_tjaldinu/) þar sem ég er production manager. Ég er dugleg að grípa tækifærin sem berast mér og fannst þetta virkilega spennandi og skemmtilegt verkefni og hlakka mikið til að segja ykkur betur frá því. Á mánudaginn fór ég líka og hitti leiðbeinandann minn í mastersverkefninu mínu og fer veturinn því auk annarra verkefna í að klára eitt stykki meistararitgerð í alþjóðaviðskiptum.

Ég ætla að leyfa nokkrum myndum af snapchat og instagram frá síðustu vikum að fylgja með!

Eins og þið sjáið er í nógu að snúast hjá mér og margt skemmtilegt og spennandi á döfinni. Í allri þessari törn missti ég hundinn minn hann Tímon, ástarengilinn minn. Hann var á þrettánda ári og orðinn gamall og veikur. Það var svo ótrúlega dýrmætt að fá að kveðja hann og var kveðjustundin eins yndisleg og hún var erfið ♡

Ég er með fullt af skemmtilegum færslum í vinnslu og hlakka til að deila meiru með ykkur. Þangað til næst,

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Uppáhalds hafragrauturinn: Uppskrift

Skrifa Innlegg