NIHAO
Ég segi back to reality þar sem ég var að koma heim frá Kína en það er svo sannarlega eins og að vera staddur í öðrum heimi – þvílík upplifun.
Menningarheimurinn þarna er svo ótrúlega ólíkur öllu sem við þekkjum en það finnst mér ekkert smá gaman að fá að sjá og kynnast. Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast af Kínaferð enda hafði ég heyrt mjög ólíkar upplifanir fólks af landinu en mér fannst ferðin dásamleg og á klárlega eftir að heimsækja Kína aftur xx
Ég var í Kína fyrir hönd Ungfrú Ísland sem framkvæmdarstjóri, eða national director, en ég ferðaðist með Anítu Ösp (Miss Top Model Iceland 2016) þar sem hún var að taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Globalcity. Í keppninni komu saman 31 stúlka frá mismunandi löndum og vorum við fjórir national directors að ferðast með eða frá Íslandi, Englandi, Þýskalandi og Rússlandi.
Miss Globalcity Organization er í Taíwan og voru eigendur og starfsfólkið sem hélt utan um keppnina öll frá Taíwan. Mér finnst ótrúlega dýrmætt að fá tækifæri til að ferðast um og að kynnast fólki frá öllum heimshornum – það stækkar sjóndeildarhringinn svo sannarlega.
Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég setti á instagram á meðan á dvölinni stóð en fleiri myndir úr ferðinni koma inn í vikunni.
Nú tekur raunveruleikinn aftur við en ég er endurnærð eftir ferðalagið og er mjög spennt að fara á fullt í æfingar og fleira skemmtilegt. Í gær byrjaði ég í Reykjavík Makeup School sem ég er ekkert smá spennt fyrir! Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á förðun og öllu því tengdu og lét loksins verða að því að fara í námið. Samhliða því ætla ég að stíga fyrstu skrefin í skrifum á meistararitgerðinni minni sem ég stefni á að skila í vor.
Xiéxié!
xx
Birgitta Líf
snapchat & instagram: birgittalif
Skrifa Innlegg