fbpx

Pink Vibes

HárvörurLífiðÚtlit

Þar sem festival fýlingurinn er í hámarki þessa dagana á Íslandi finnst mér tilvalið að deila með ykkur minni reynslu af litanæringu í hárið!

xx

Ég á lítinn bróðir sem er algjör kúlisti og miklu djarfari en ég sjálf í klæðnaði, hárgreiðslum og öllu slíku. Hann var búinn að vera með sítt og fallegt hár í langan tíma þegar hann tók upp á því einn daginn að krúnuraka sig – og aflita! Þessi stíll fór honum ekkert smá vel en hann vildi prófa eitthvað meira og fór að ræða við mig um að lita hárið bleikt. Stóra systirin hélt nú ekki en ég hafði hins vegar heyrt um litanæringar, m.a. frá Maria Nila, og eftir mikið google vorum við sannfærð um að það væri málið. Við skelltum okkur næsta dag upp í heildsölu Maria Nila á Íslandi þar sem bróðir minn fékk frábæra þjónustu, leiðbeiningar og kennslu á næringuna og svo litanæringuna sjálfa að gjöf. Hann valdi sér litinn “Pink Pop” og tók hreina blöndu með til að geta stýrt styrkleikanum á litnum.

@bjornbodi

 

Ég hef nánast alltaf verið ljóshærð og breyti mjög lítið til – í mesta lagi ljósa tóninum eftir árstíma. Þrátt fyrir að ganga ekki svo langt að krúnuraka og aflita þá langaði mig að prófa að breyta aðeins til upp á gamanið og tók afganginn af litanæringunni með til Hawaii í páskafríinu. Ég hugsaði að ef útkoman yrði skelfilegt þá í versta falli þekkti mig enginn þarna úti og þar sem næringin skolast úr í nokkrum þvottum yrði ég orðin aftur ljóshærð þegar heim væri komið.

Þar sem hárið á bróðir mínum var aflitað tók hann rosalega vel við litanæringunni svo að ég byrjaði á mjög daufri blöndu í sjálfa mig en mig langaði í pastel bleikan lit. Hárið mitt er heilbrigt og sterkt þrátt fyrir að vera mjög ljóst og tók þessvegna ekki eins vel við litnum og hans gerði. Eftir fyrstu tilraun var bara örlítill bleikur blær yfir hárinu – sem var samt mjög flott ef leitast er eftir þeirri útkomu.

Mér fannst þetta alltíeinu frekar skemmtileg tilraunastarfsemi og ákvað því að setja strax aftur í mig lit og blandaði mun sterkari blöndu og lét liggja í hárinu lengur en í fyrra skiptið. Útkoman varð akkúrat eins og ég hafði ímyndað mér – pastel pink!

Þetta kom mun betur út en ég þorði að vona og var skemmtileg tilbreyting. Liturinn skolaðist að mestu úr hjá mér í tveimur þvottum en það er auðvitað misjafnt hjá hverjum og einum. Ég var í sól og sjó sem getur hafa spilað inn í hversu fljótur hann var að fara úr.

Cotton Candy í stíl við hárið, skemmtilegt!

Litanæringarnar eru til í öllum regnbogans litum og eru sniðug leið til að gera eitthvað öðruvísi án þess að fara í varanlegar breytingar. Þetta er líka mjög sniðugt til að sjá hvernig ákveðinn litur eða tónn kemur út áður en farið er í að lita hárið varanlega. Ég mæli klárlega með fyrir þá sem langar að breyta út af vananum fyrir ákveðinn viðburð eða hvað sem er.

Ég er að fara á Secret Solstice um helgina eins og svo margir aðrir og er litanæring eitthvað sem mig myndi langa að setja í hárið fyrir helgina og prófa þá einhvern annan lit – EN þar sem ég er að fara í vinnu á mánudaginn og má helst ekki mæta með skærlitað hár verð ég að geyma það í þetta skiptið. Ég var hins vegar að fá í hendurnar gjöf sem inniheldur nýju Colorista litahárspreyin frá L’Oreal og hlakka til að prófa mig áfram með þau um helgina! Ég mun deila útkomunni með ykkur eftir helgi.

xx

Birgitta Líf
instagram: @birgittalif
snapchat: birgittalif

My Travel Essentials

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Helgi Ómars

    16. June 2017

    Þið eruð náttúrulega svo einum of flott systkini ssrrrrsly