Sigurður Sævar bauð mér að koma í heimsókn á dögunum í nokkurs konar einka-myndlistasýningu á verkum hans – ekki slæmt það.
Ég hef í nokkurn tíma fylgst með unga listamanninum Sigurðir Sævari á instagram og langar mikið í verk eftir hann á heimilið mitt. Á dögunum opnaði sýning á myndverkum hans í Smiðjunni listhúsi í Ármúla en ég gat því miður ekki verið stödd við opnunina þar sem ég er í Kína. Sigurður bauð mér þá að koma í heimsókn til sín áður en ég fór út og skoða verk hans. Við Jóna vinkona kíktum til hans í síðustu viku og það var virkilega gaman að koma til hans, fá að kynnast því hvernig þetta allt byrjaði hjá honum og söguna á bakvið nokkur af verkunum – en Sigurður Sævar er virkilega hæfileikaríkur og er ekki nema 21 árs!
Ég hafði augastað á einu af verkum hans en það seldist á fyrsta kvöldi sýningarinnar. Það kom mér ekki á óvart en ég er virkilega hrifin af þessari nýju “myndaseríu” sem hann er að vinna að núna og er viss um að ég muni fjárfesta í verki eftir Sigurð Sævar fyrr en síðar. Ég mæli með að kíkja á sýninguna hans en fyrir áhugasama stendur hún til 28. október.
xx
Birgitta Líf
social media: @birgittalif
Skrifa Innlegg