Geysir opnaði nýlega þriðju búð sína á Skólavörðustígnum sem ber nafnið Geysir Heima. Ég eyddi gærdeginum í notalegt jólastúss með Helga Ómars og heimsóttum við meðal annars Geysir Heima á þeim leiðangri.
Okkur var boðið að koma og velja okkur varning; handklæði, teppi og Geysiskerti. Búðin er ótrúlega björt og falleg með mikið úrval af heimilis- og gjafavöru. Geysir er með ýmis hátíðartilboð í gangi á aðventunni en handklæðalína Geysis kom í búðir núna rétt fyrir jól í fyrsta sinn. Handklæðin koma í fjórum litum og tveimur stærðum og eru dásamlega mjúk og falleg. Á hátíðartilboði fær maður eitt stórt og eitt lítið handklæði saman á 7.000 kr. en ég valdi mér dökkblá handklæði. Handklæðin fást í Geysir Heima á Skólavörðustíg og í verslunum Geysis í Kringlunni og á Akureyri.
Ullarteppin frá Geysi eru einnig á hátíðartilboði en þau eru úr íslenskri ull og fáanleg í alls kyns litum og mynsturgerðum. Teppin eru á tveimur hátíðarverðum: kögurteppi á 12.800 kr. og stærri teppi á 14.800 kr. Ullarteppi Geysis fást í öllum verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu, í Haukadal og á Akureyri.
Ég fékk að auki að velja mér Geysiskerti og varð lyktin Bókstofuilman fyrir valinu hjá mér. Kertin koma í fimm ilmum og kosta 5.800 kr.
Ég komst loksins í jólaskap á þessu bæjarrölti og nýt þess nú í botn að vera í jólafríi. Leiðin liggur á jólatónleika í kvöld og annað kvöld, á Þorláksmessu, ætlum við vinkonurnar að rölta Laugaveginn og setjast niður í kakó og kósýheit.
Takk fyrir okkur Geysir!
Ég vona að þið njótið vel um hátíðarnar með ykkar nánustu.
xx
Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif
Skrifa Innlegg