fbpx

HALLÓ TRENDNET!

Lífið

Góða kvöldið kæru lesendur!

x

Birgitta Líf heiti ég og er nýr bloggari hér á Trendnet. Ég er splunkuný í bloggheiminum en hlakka mikið til að deila skemmtilegum hlutum hérna með ykkur. Ég mun að mestu blogga um hluti tengda heilsu og hreyfingu en ég hef mikinn áhuga á öllu því tengdu ásamt tísku, ferðalögum og fleiru.

Til þess að kynna mig örlítið betur þá er ég 24 ára og bý í Reykjavík. Ég er með BA próf í lögfræði frá HR og stunda núna mastersnám í alþjóðaviðskipum í fjarnámi. Ég starfa sem samfélagsmiðlastjóri fyrir World Class og Laugar Spa, er að hefja fimmta sumarið mitt sem flugfreyja hjá Icelandair og er framkvæmdarstjóri Ungfrú Ísland. Ég fæddist bókstaflega inn í líkamsræktarheiminn og nánast ólst upp í World Class. Frá 3ja ára aldri hef ég æft dans og eftir að ég hafði aldur til byrjaði ég að stunda almenna líkamsrækt. Síðustu ár hefur líkamsræktin orðið mitt helsta áhugamál en ég elska að hreyfa mig og mæta á æfingar með vinkonum mínum. Ég æfi nánast daglega allt árið um kring og reyni því að stunda mjög fjölbreytta hreyfingu.

Ég er mjög spennt fyrir að slást í Trendnet hópinn og vona að þið munið hafa jafn gaman af og ég! Ég leyfi nokkrum myndum af instagraminu mínu að fylgja með.

xx

Birgitta Líf
instagram: @birgittalif
snapchat: birgittalif

Skrifa Innlegg