Hóptímakennaranám World Class, Fusion Fitness Academy, er 10 ára og í tilefni af því eru tveir fremstu þjálfarar og hóptímakennarar Evrópu á leið til landsins. Um helgina er þessu fagnað með Fusion Fitness Workshop sem er hóptímaworkshop FYRIR ALLA, bæði áhugamenn jafn sem þá sem starfa í heilsu- og líkamsræktarheiminum!
Workshopið fer fram á laugardaginn 28. október í World Class Laugum en það samanstendur af fjórum tímum. Hægt er að taka þátt í workshopinu í heild eða koma í staka tíma en tímarnir eru:
Sweat HIIT Training (Anthony Forsyth)
Operation Tabata (Neil Bates & Anthony Forsyth)
Thriller – Dance Class (Neil Bates)
Fusion Pilates (Unnur Pálmarsdóttir)
“Viltu fá nýjar hugmyndir að hóptímum og þjálfun? Skemmta þér og svitna vel? Vertu velkomin á Fusion Fitness Workshop í World Class Laugum.”
Meiri upplýsingar um viðburðinn og tímana er hægt að nálgast á heimasíðu World Class en kennararnir koma frá Bretlandi og Íslandi og fer skráning fram á unnur@fusion.is
Persónulega er ég mjög spennt fyrir þessu og ætla að vera á staðnum til þess að svitna vel, læra meira um kennslu og síðast en ekki síst skemmta mér vel!
xx
Birgitta Líf
snapchat & instagram: birgittalif
Skrifa Innlegg