fbpx

Einkaþjálfunarréttindi

ÆfingarHeilsaLífiðWorld Class

LOKSINS

Síðustu helgi útskrifaðist ég úr Einkaþjálfaraskóla World Class með réttindi (samþ. af Menntamálaráðuneytinu) til að starfa sem einkaþjálfari. Ég segi loksins því þetta nám er eitthvað sem mig hefur lengi langað að fara í. Ég ætla ekki (einsog er að minnsta kosti) að byrja að vinna sem einkaþjálfari en þar sem ég vinn í líkamsræktarstöð, æfi sjálf flesta daga, hef mikinn áhuga á heilsu og æfingum og fæ mjög mikið af spurningum og skilaboðum því tengdu langaði mig að fara í þetta nám til að vita meira, læra hlutina betur og vera með eitthvað bókstaflegt á bakvið það sem ég deili til annarra.

Námið tók ég í vor samhliða flutningum og nýrri vinnu svo það var frekar strembið að mæta einnig í skólann alla laugardaga en það var virkilega fjölbreytt og skemmtilegt. Það eru nokkrir kennarar við skólann fyrir hvert og eitt fag en það er farið yfir: líffærafræði, næringarfræði, lífeðlisfræði, þjálfunarfræði, sálfræði, skyndihjálp, markaðssetningu, sjúkdómafræði, íþróttasálfræði, prógrammagerð, fæðubótaefni, ástandsmat, matardagbækur, fitumælingar, blóðþrýsting, ummálsmælingar, þolpróf, þolþjálfun, styrktarþjálfun, líkamsbeitingu og teygjur.

Ég er virkilega ánægð með sjálfa mig að hafa skellt mér í þetta og náð í þessa gráðu en það er aldrei að vita hvort ég geri eitthvað meira úr þessu. Ég er byrjuð að kenna Hot Body Toning 1x í viku á Nesinu sem mér finnst mjög gaman svo ég mun mögulega bæta við fleiri tímum í vetur og svo hef ég hugann við að byrja með fjarþjálfun – en ég myndi þá gefa mér góðan tíma fyrst til að undirbúa það því ég vil alltaf gera hlutina vel xx

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Glacial Frost Face Mask

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hilrag

    9. July 2018

    til hamingju duglega ofurkona! xx