Þá er ég komin heim til Akureyrar eftir virkilega skemmtilega ferð til London.
Við vorum 10 manns sem fóru út og leigðum við saman íbúð og var þetta ein skemmtilegasta utanlandsferð sem ég hef farið í.
Það var verslað, borðað góðan mat og auðvitað nóg um skemmtun.
Aðal ástæða ferðarinnar voru tónleikar hjá Drake vini mínum, eins og ég kom inn á í síðsta bloggi, og stóðust þeir tónleikar svo sannarlega undir væntingnum!

Ég keypti mér tvennskonar merch – hettupeysu frá Drake og langerma bol frá Young Thug

ég var í silkijakka við hvítann bol, að neðan var ég svo í svörtum skinny jeans.
Við snæddum á japanska veitingastaðnum Nobu – sem var ákveðin upplifun fyrir sig enda veitingastaður með Michelin stjörnu. Maturinn var óraunverulega góður og þjónustan æðisleg.
Við fórum í óvissuferð og fengum við rétti sem mér hefði aldrei dottið í hug að panta mér, sem gerði þetta ennþá skemmtilegra og er þetta klárlega staður sem ég myndi mæla með!

ég klikkaði gjörsamlega á því að vista allar myndirnar sem ég póstaði á snapchat-story, fyrir utan þessa einu mynd – en þetta eru djúpsteikt hrísgrjón og damn hvað þau smökkuðust vel…
Það var ekki mikið um skoðunarferðir í þessari ferð, enda flestir í hópnum búin að koma áður til London.
Við fórum hinsvegar á markaðinn í Camden Town, og fengum okkur street food, mmm soo good..

Skemmtilegur skóveggur sem ég rakst á á leiðinni til Camden.. Gæti vel hugsað mér nokkur pör af veggnum

Props í DOVER STREET MARKET – uppáhalds verslunarstaðurinn minn í London, en þau ná að tvinna saman list og tísku virkilega skemmtilega saman, mæli með heimsókn!

artwork í DSM

Hópurinn á Five Guys

1. dagurinn í London

Rakst á Jonathan Cheban í Selfridges
Ég rakst á þennan unga hóp af krökkum á Oxford Street- sem eru að mótmæla múslíma banni Trump. Finnst virkilega sárt að sjá í hvað heimurinn er að stefna með Trump sem Bandaríkjaforseta og vona ég svo sannarlega að hann njóti ekki vafans mikið lengur og að hann verði hreinlega stoppaður.
–
Ég náði að skapa margar skemmtilegar minningar með skemmtilegu fólki!
Þangað til næst,
x
Melkorka
Skrifa Innlegg