HELGIN MÍN:

OUTFITREYKJAVIKREYKJAVIK FASHION FESTIVALRFFTÍSKA

Loksins er maður komin heim í smá ró eftir vægast sagt virkilega upptekna en mjög skemmtilega helgi í Reykjavík – aðal ástæða ferðarinnar að þessu sinni var Reykjavík Fashion Festival, en ég var að sækja hátíðina í mitt fyrsta skipti og var ég svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum!
ég tel mig frekar heppna að hafa getað sinnt þremur en á sama tíma mjög mismunandi verkefnum á hátíðinni, ég sótti sumsé um sjálfboðastarf og var þar að leiðandi eitthvað í móttökunni, að taka á móti gestum, tékka á miðum og fleira. Sjálfboðaliðastarf á hátíð sem þessari er eitthvað sem ég get mælt með fyrir flesta, þetta er skemmileg reynsla svo kynnist maður nýju fólki og tala nú ekki um hversu vel þetta lúkkar á ferilskránni.
Verkefni númer tvö fólst í því að skrifa um RFF á Trendnet svo að allir fengu tækifæri til að upplifa stemmninguna sem fylgir RFF, enda vorum við með live instastories frá tískupöllunum samhliða blogginu og tóku margir vel í það, sem var gaman að heyra. En ef svo vill til að “RFF í beinni” fór framhjá einhverjum og þið eruð á algjörum bömmer að hafa misst af  getiði nálgast færslurnar hjá okkur stelpunum hér!
Svo þriðja og síðasta verkefnið en alls ekki síst var það að ganga á sýningunni fyrir strákanna í Inklaw, en það var haft samband við mig bara nokkrum klukkustundum fyrir sýningu og ákvað ég að slá til enda bara gaman að prufa eitthvað nýtt!
Ég hefði samt verið mega til í að getað verið einn af áhorfendunum enda rugl flott show – hef ég heyrt.

Sunnudagurinn fór svo í myndatöku hjá Antoníu Lárusdóttur, og hlakka ég mikið til að sýna ykkur útkomuna…
Þótt helgin var eins skemmtileg og hún var er ég afar fegin að vera komin heim í rólegheitin,
Ætla leyfa mér að ljúka þessari færslu með nokkrum myndum frá helginni – outfitpics, selfies, myndir baksviðs og fleira!

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Stussy bolurinn fæst í Smash, flarred skyrtan sem ég er undir er úr topshop og skórnir eru úr GS skóm

Processed with VSCO with b5 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with b5 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Gallajakkinn er Carhartt úr Smash

Processed with VSCO with b5 preset

Processed with VSCO with b5 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Buxurnar eru fengnar úr Smash

xx
Melkorka

REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL

REYKJAVIK FASHION FESTIVALRFFTÍSKA

Loksins, loksins er miðasala á Reykjavík Fashion Festival hafin!

Þið sem lesið bloggið mitt hafið eflaust séð 1-2 pósta um þessa hátið, þar með vitiði hversu spennt ég er að fara og sjá hvað allir þessir 6 hönnuðir sem eru að taka þátt, hafa upp á að bjóða í Silfurbergi í Hörpu 23.-25.mars.
Hönnunarmars er á sama tíma sem gerir helgina tvímælalaust mun áhugaverðari og enn meira “must” að fara að sjá og upplifa.

rff4

Til að nálgast miða er hægt að fara inn á harpa.is eða tix.is . Mæli ég eindregið með miðakaupum á þetta festival enda er ég sjálf  búin að næla mér í eitt stykki miða!
Reykjavík Fashion Festval er stærsti tískuviðburður sem er haldinn hérna heima, svo er þetta kjörið tækifæri fyrir tískuunnendur sem og aðra, að koma saman í Hörpu 23.-25. mars nk. og fagna íslenskri og sömuleiðis einstakri tísku.

rff1

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á facebook síðu RFF hér.

Með von um að sjá sem flesta í Hörpu 23.-25.mars(!!)
XX 
Melkorka 

HÖNNUÐURNIR Á RFF N°7

OUTFITREYKJAVIKREYKJAVIK FASHION FESTIVALRFFTÍSKA

Margir hafa beðið spenntir eftir því að fá að heyra hvaða íslensku hönnuðir taki þátt í ár en
Faganefnd Reykjavík Fashion Festival hefur valið 6 hönnuði og vörumerki til þess að koma fram og sýna sín verk í Hörpu þann 23.-25 mars nk.

Hönnuðir/Vörumerki eru eftirfarandi:

Aníta Hirlekar

Inklaw

Another Creation

Myrka

Cintamani

Magnea


Það verður mjög gaman að sjá afrakstur þeirra í lok mars – en miðasalan á viðburðinn hefst síðar í mánuðinum!
Ég ætla að fara og sjá, en þið?

X
Melkorka

 

LONDON

INSTAGRAMOUTFITTÍSKATÓNLIST

Þá er ég komin heim til Akureyrar eftir virkilega skemmtilega ferð til London.

Við vorum 10 manns sem fóru út og leigðum við saman íbúð og var þetta ein skemmtilegasta utanlandsferð sem ég hef farið í.
Það var verslað, borðað góðan mat og auðvitað nóg um skemmtun.

Aðal ástæða ferðarinnar voru tónleikar hjá Drake vini mínum, eins og ég kom inn á í síðsta bloggi, og stóðust þeir tónleikar svo sannarlega undir væntingnum!

Processed with VSCO with q8 preset

Ég keypti mér tvennskonar merch – hettupeysu frá Drake og langerma bol frá Young Thug

Processed with VSCO with c1 preset

ég var í silkijakka við hvítann bol, að neðan var ég svo í svörtum skinny jeans.

Við snæddum á japanska veitingastaðnum Nobu – sem var ákveðin upplifun fyrir sig enda veitingastaður með Michelin stjörnu. Maturinn var óraunverulega góður og þjónustan æðisleg.
Við fórum í óvissuferð og fengum við rétti sem mér hefði aldrei dottið í hug að panta mér, sem gerði þetta ennþá skemmtilegra og er þetta klárlega staður sem ég myndi mæla með!

Processed with VSCO with c1 preset

ég klikkaði gjörsamlega á því að vista allar myndirnar sem ég póstaði á snapchat-story, fyrir utan þessa einu mynd – en þetta eru djúpsteikt hrísgrjón og damn hvað þau smökkuðust vel…

Processed with VSCO with c1 preset

Það var ekki mikið um skoðunarferðir í þessari ferð, enda flestir í hópnum búin að koma áður til London.
Við fórum hinsvegar á markaðinn í Camden Town, og fengum okkur street food, mmm soo good..

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Skemmtilegur skóveggur sem ég rakst á á leiðinni til Camden.. Gæti vel hugsað mér nokkur pör af veggnum

image

Processed with VSCO with c1 preset

Props í DOVER STREET MARKET – uppáhalds verslunarstaðurinn minn í London, en þau ná að tvinna saman list og tísku virkilega skemmtilega saman, mæli með heimsókn!

Processed with VSCO with c1 preset

artwork í DSM

image

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Hópurinn á Five Guys

Processed with VSCO with c1 preset

1. dagurinn í London

Processed with VSCO with c1 preset

Rakst á Jonathan Cheban í Selfridges

Processed with VSCO with c1 preset

image
Ég rakst á þennan unga hóp af krökkum á Oxford Street- sem eru að mótmæla múslíma banni Trump. Finnst virkilega sárt að sjá í hvað heimurinn er að stefna með Trump sem Bandaríkjaforseta og vona ég svo sannarlega að hann njóti ekki vafans mikið lengur og að hann verði hreinlega stoppaður.


Ég náði að skapa margar skemmtilegar minningar með skemmtilegu fólki!
Þangað til næst,
x
Melkorka

WANT

TÍSKAWANT

Ég er búin að vera á fullu í lokaprófum í skólanum sl. viku og á ég aðeins eitt próf eftir, sem er enska. Þannig að ég leyfði mér að eiga daginn í dag í allsherjar chill og kósý.
Ég eyddi smá part af deginum í að surfa í gegnum netverslanir
og þar með ákvað ég að henda í einn óskalista með sneakers sem mig langar alveg meeeeega mikið í……

a88f4c486518c59b1539532691d76e0f_h662w530_crop

Þessir eru frá Adidas Y-3, sjúllaðir svo ekki sé meira sagt!

 04a30e4d96eae60e6c038168cc7a1b4f_h662w530_crop

Adidas Original ClimaCool 1

1e471fd6f3411a4515f1f1d3b374711f_h662w530_crop

Ég elska þessa en þeir eru einnig frá Adidas Y-3, fíngerðari og sömuleiðis flottari en Rebook insta pump skórnir (að mínu mati amk.), sem ég á og er ekki búin að fara úr þeim síðan ég keypti mér þá sl. sumar, svo hefði ekkert á móti því að eiga par af þessum bjúddurum…

Alla skónna fann ég inná Naked en þau eru með virkilega flott og vandað úrval, af bæði fatnaði og skóm.

En aðeins update af mér, ég á 19 ára afmæli á föstudaginn kemur!
Whopwhop

X
Melkorka


Ég er á instagram undir @melkorkayrr

COOL KID ANNA JANS

INSTAGRAMTÍSKA

Þar sem ég er sjálf frekar mikill krakki í mér fannst mér tilvalið að hafa einn fastann lið á blogginu sem vísar einmitt í það. Satt best að segja finnst mér svona póstar alltaf jafn skemmtilegir því ég er agalega mikill instaperri og er endalaust að finna mér nýtt spennandi fólk til að followa…

Þegar ég rakst á Instagram accountinn hennar Önnu fyrir svolítlu síðan átti ég erfitt með að trúa því að hún væri íslensk, og hvað þá 17 ára.. Ég hafði aldrei rekist á jafn cool insta-account og hennar. Hún er auðvitað með geggjaðan stíl sem er frekar rómantískur að mínu mati…

screen-shot-2017-01-03-at-01-22-43

screen-shot-2017-01-03-at-01-22-08

screen-shot-2017-01-03-at-01-22-26

screen-shot-2017-01-03-at-01-23-49

screen-shot-2017-01-03-at-01-36-21

screen-shot-2017-01-03-at-01-36-45

fyrir áhugasama er @annajansd instagrammið hennar og mæli ég með followi!

X Melkorka Ýrr