fbpx

Undrakremið sem breytti húðinni minni

Ég uppgötvaði ekki fyrir svo löngu að bandarísk kona að nafni Sarah er eigandi og stofnandi húðvörumerkisins SKYN Iceland og flytur flest öll innihaldsefnin í vörunum sínum frá Íslandi til Bandaríkjanna.

Ég segi ykkur betur frá henni síðar en hún kemur til Íslands í næstu viku til að koma í viðtal við mig fyrir Lífsstíl!!! Sem ég er vandræðilega spennt fyrir!

Allavegana, ég hafði fyrst samband við Söru til að spurja út í vörurnar sem ég var að lesa um á netinu og hún sagði mér að vörurnar væru seldar á Íslandi, sem ég hafði ekki hugmynd um. En það er hún Karin Kristjana sem flytur þær inn og er með netverslunina Nola.is sem er mjög fyndið því ég hef oft farið inn á síðuna hennar og elska vörurnar sem hún selur, þar á meðal naglalökkin sem breyta um lit (fékk mér einmitt einn svoleiðis fyrir helgi sem ég veeeerð að sýna ykkur).

Í framhaldinu fór ég á fund með Karin þar sem hún gaf mér nokkrar vörur til að prófa frá SKYN Iceland. Þær eru ótrúlegar. Aldrei hef ég prófað húðvörur sem ég finn og sé húðina breytast við notkun.

Oxygen_Night_Cream

 

Þetta krem hérna fyrir ofan er kremið sem ég er að tala um að hafi breytt húðinni minni.

Nú er ég með frekar góða húð. Ég set á mig brúnkukrem, set á mig meik og lausapúður, skyggingu og alls konar vörur sem ég hamra inn í húðina og fylli hana.

Ég fæ þó aldrei bólur sem betur fer en ég fæ fílapensla og oft finn ég fyrir því að verða fitug í kringum nefið og smá á enni.

Þegar ég setti kremið fyrst á mig sveið mér alveg svakalega í húðina. Fannst eins og hún væri að brenna af andlitinu á mér. Kælitilfinning og sviði og varð ég smeyk. Ég er með mikið gerviefnaofnæmi og fæ exem og roðbletti ef ég nota vitlausar vörur (vörur sem innihalda peru balsam). En ekkert gerðist. Enginn roði né exem. Ég prófaði aftur næsta dag og sama saga, sveið alveg svakalega og var alveg viss um að þetta væri ekki rétt. Áfram hélt ég þó að nota kremið og eftir nokkra daga var ég steypt í litlum ógeðslegum bólum útum ALLT andlit! Ég fékk vægt sjokk en þar sem ég fann kæliáhrifin þá hafði ég á tilfinningunni að þarna væri einhverskonar hreinsun að eiga sér stað.

Eftir að hafa notað kremið í 2 vikur þá fór ég að finna muninn. Bólurnar farnar, litlu holurnar í andlitinu búnar að lokast og húðin öll þéttari og stinnari. Ég er ekki að grínast en meikið helst betur á mér á daginn og húðin ljómar meira.

Þetta er í fyrsta skiptið sem ég get sagt með fullri hreinskilni að húðvara hefur breytt og haft sjáanleg áhrif á mína húð.

Nú er ég búin að nota kremið í ca mánuð og sviðinn er löngu löngu farinn og einingis notalega kælitilfinningin eftir sem er svo góð rétt fyrir svefninn.

Já, ég mæli með þessu (og það er ekki oft sem ég mæli með vörum skal ég segja ykkur)!!

Andrea í kvöld

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

9 Skilaboð

  1. Hulda

    18. May 2014

    virkar þetta í alvöru?
    er alltaf að lesa um hin og þessi undrakrem en finn aldrei mun, er komin með svo mikið ógeð á húðinni á mér hún verður verri með hverjum deginum og langar að gera allt til að koma henni í betra form, en er komin með nóg af rándýrum kremum sem gera ekki neitt

    • Theodóra Mjöll

      19. May 2014

      Ég hef prófað ótrúlega mikið af húðvörum og eytt tugum þúsunda í krem sem virka ekki neitt. Ég get auðvitað ekki garanterað að þú eigir eftir að finna sama mun og ég, en þetta krem breytti húðinni minni allavegana. Í fyrsta sinn sem ég FINN fyrir mun.
      Held það saki ekki að prófa….?=)

      • Hulda

        22. May 2014

        takk fyrir þetta svar, nú verð ég að prófa :)

  2. Margrét

    19. May 2014

    Hvar fæst þetta krem og hvað kostar?

    • Theodóra Mjöll

      19. May 2014

      Á nola.is og kostar 8900,-kr =)

  3. Helga Birgis

    19. May 2014

    Hæhæ, langaði að forvitnast. Notaru þetta krem alltaf á næturnar og síðan eitthvað venjulegt dagkrem á daginn á móti eða hefuru að vera að nota dagkrem frá sama merki?
    Kv. Helga

    • Theodóra Mjöll

      19. May 2014

      Ég nota það bara á kvöldin og ekkert á morgnana….

  4. inga

    19. May 2014

    myndiru mæla með þessu kremi fyrir feita húð?

    • Theodóra Mjöll

      19. May 2014

      Sko ég er enginn snyrtifræðingur og get því miður ekki svarað spurningunni, en ég mæli með að kíkja á fb síðu Nola.is ( https://www.facebook.com/nola.is?fref=ts ) og senda inn fyrirspurn.
      Karin Kristjana sem heldur uppi síðunni er sérfræðingur í þessum efnum og getur svarað þér þar =)