fbpx

Nude neglur

Neglur

Þessa sjúklega flottu liti fékk ég að prófa á klærnar mínar fyrir nokkrum dögum þegar ég kíkti í heimsókn til Karinar Kristjönu sem heldur úti síðunni Nola.is .

Mér finnst mjög erfitt að finna fallega nude liti á naglalökkum en ef ég heillita neglurnar mínar (sem núna eru reyndar orðnar stuttar!?!?) kýs ég frekar nude liti en skæra og/eða sterka liti.

Þessi palletta er mjög nálægt því að vera hin fullkomna nude-litapalletta ekki satt??

bubble3 bubble4 bubble5

Hér er smá um Bubblelina naglalökkin sem Karin Kristjana sendi á mig:

“Kili Anderson er stofnandi Bubblelina. Bubblelina var eitt af gælunöfnum hennar sem lítil stelpa. Hún er eigandi mjög vinsællar taning-salon í LA og með nail-salon. Hún er menntaður naglafræðingur og vildi gera sína eigin línu, fékk þetta soldið á heilann eins og hún sagði, sérstaklega eftir að hún datt niður á thermal formúluna sem hún er einna þekktust fyrir.

Öll Bubblelina naglalökkin eru 5-free (no toluene, camphor, formaldehyde, formaldehyde resins or dibutyl phthalate) og cruelty free. Einnig eru öll Bubblelina naglalökkin handgerð.

Hún er að slá í gegn úti og annar varla eftirspurn. Fyrirtæki hennar stækkar á ljóshraða, hún er ein af þeim sem fann uppá “it” vöru sem var nýtt á markaði og sló í gegn. Hún er komin með dreifingaraðila útum allan heim og það er hrikalega gaman að vera partur af þessu ævintýri enda er naglalakk tískan í hámarki núna :) “

Fermingargreiðslan

Skrifa Innlegg