fbpx

Jólagreiðslan

Hár

Jæja nú þurfum við að fara að huga að jólagreiðslunni. En í ár ætla ég að vera klassísk og túpera hárið svolítið í hnakkann og setja það fallega upp að aftan.

Mér finnst þessi greiðsla bæði klassísk og ofboðslega falleg! Svo er hægt að útfæra hana á þúsund mismunandi vegu. Fer allt eftir því hvernig þú preppar hárið áður en þú setur það upp. Þ.e hvort þú krullar það á undan, bylgjar eða sléttir….eða jafnvel sefur með margar fléttur…það gæti komið skemmtilega út!

white christmas

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Helga

    17. December 2012

    hvernig gerir maður efstu greiðsluna? :)

    • Theodóra Mjöll

      18. December 2012

      Er nánast viss um að þú setur hárið í lausa fasta fléttu að aftan, og treður svo endanum á fléttunni undir hárið og festir niður með spennum. :)

  2. Karen

    18. December 2012

    ég var að velta fyrir mér hvernig maður gerði eins og er á mynd númer fjögur :)

    • Theodóra Mjöll

      18. December 2012

      Það er hægt að gera þessa greiðslu á nokkra mismunandi vegu. En ein leiðin er að….
      1. krulla hárið og túpera smá í hnakkann
      2. Raða spennum neðst í hnakkann þannig að það haldist vel niðri
      3. Túpera endana á hárinu aðeins og rúlla upp á þá
      4. festa upprúllaða hárið niður
      ….gott er að skilja hárin fremst eftir þar til alveg síðast og þá geturðu snúið upp á lokkana og fest aftur með greiðslunni :)

  3. Anna

    18. December 2012

    Hvernig er best að preppa hárið fyrir svona greiðslu? Blása það upp úr hvaða efni? Notar maður hársprey til að túbera?
    Mér finnst efsta greiðslan æði!

    • Theodóra Mjöll

      18. December 2012

      Gott er að blása það uppúr einhverju stífu ef þú ert með flatt hár. þá einhverjum blástursvökva og svo auðvitað hitavörn.
      Svo er gott að setja stóra liði í það svo það verði smá fylling í hárinu.
      Mér finnst oft gott að setja smá hársprey jafnt yfir allt hárið áður en ég set það upp í greiðslu, þannig haldast spennurnar betur í, og set yfirleitt ekki hársprey yfir í endann….ég perónulega vil ekki vera með of stíft hár og vil geta breytt um greiðslu helst nokkrum sinnum á dag svo ég reyni að setja sem minnstu efnin í það…..