fbpx

Játningar brúnkukremsfíkils #2

Brúnkukrem

Ég hef áður sagt ykkur frá fíkn minni í fallega brúnkukremssmurða líkama. Já, þetta er fíkn.

Ég er hvítingi af Guðs náð, verð ekki brún í sól þó ég sé hálfnakin á sólarströnd í 3 mánuði (hef prófað það).

Brazilian Tan var mitt eitur lengi, en eins og ég sé á gömlum skinkumyndum þá var ég appelsínugul af ofnotkun þess. Ekki fallegt.

Fyrir um ári síðan kynntist ég svo loksins Xen Tan sem ég var mjög hrifin af. Mjög fallegur litur, kaldur (ekki orange) og raunverulegur. Nánast engin lykt af því og á góðu verði. En ég er rosalega viðkvæm fyrir brúnkukremum sem klístrast. Mér fannst það aldrei fyllilega fara inn í húðina mína, veit ekki hvort það sé bara á mér eða hvort aðrir upplifi það….? Einnig er ég með ofnæmi fyrir perubalsam sem er gervi lyktarefni sem er í allt of mörgum snyrti- og húðvörum og ég er nokkuð viss um að það hafi verið snefill af því í Xen tan.

Allavegana. Lét loksins verða af því í sumar að prófa St. Tropez. Verð að segja að ég hafði enga trú á því vegna nafnsins (minnti mig á Hawaian Tropic sem ég er ekki hrifin af). Ég fann ljósið. Án gríns.

Það góða við St. Tropez brúnkukremið er að það er lyktarlaust, ég fæ ekki ofnæmi af því (exem og annað), það er í gel formi sem þýðir að kremið sekkur inn í húðina og þornar um leið. Það er brúnt á litinn (stelpur, það er nauðsynlegt að vera með BRÚNT brúnkukrem. Annars sjáið þið ekkert hvað þið eruð að gera) og það er drjúgt. Hef sjaldan átt eina túpu eins lengi. Ég var s.s að kaupa 3ja brúsann núna í síðustu viku síðan í júnílok og ég nota kremið að minnsta kosti 1x í viku.

Sniiiildin ein!

original_CW

 

Þetta er sem sagt brúnkukremið sem ég nota.

Það heitir Bronzing Lotion og er frekar dökkt. Ég á einnig body lotion-ið frá þeim og blanda því oft saman við brúnkukremið til að endurtaka ekki skinkuleikinn sem ég var í um tvítugt.

prep moisturiser_large

Heimilið í Sunnudagsmogganum

Skrifa Innlegg

18 Skilaboð

  1. Kolbrún Lilja

    20. November 2013

    Hvar fæst þetta brúnkukrem?

    • Theodóra Mjöll

      20. November 2013

      Ég hef keypt það í Hygea í Smáralind og Hagkaupum í Kringlunni. Fæst mögulega á fleiri stöðum… =)

  2. Auður

    20. November 2013

    Notaru þetta í andlitið líka?

    • Theodóra Mjöll

      22. November 2013

      Já ég nota þetta alls staðar á líkamann =)

  3. Unnur

    20. November 2013

    Það er líka selt um borð í flugvélum Icelandair:)

  4. Lára

    21. November 2013

    Setur maður það líka á andlitið?

  5. Elín Rós

    21. November 2013

    oh ég verð að prufa, ég er alveg hvítasta hvítt! fæst það bara í hagkaup kringlunni? ekki fleiri hagkaupsbúðum?

    • Theodóra Mjöll

      22. November 2013

      ó já prófaðu! Sko ég hef keypt það í þessum tveimur búðum, en vörurnar hljóta að vera til á fleiri stöðum. St. Tropez er með facebooksíðu, þú getur jafnvel sent fyrirspurn þangað og spurt hvar vörurnar fást?? :)

  6. Edda

    21. November 2013

    Hvað kostar það?

  7. Kristjana

    21. November 2013

    Hvernig berðu þetta á þig… ertu að setja á allan líkamann eða bara fætur, hendur og bringu? Mig langar svo að fá fallegan lit en mikla þessa brúnkukrems athöfn fyrir mér ;)

    • Theodóra Mjöll

      22. November 2013

      Hæ ég er búin að þróa með mér mikla tækni við að setja brúnkukrem á mig. Ég set það á allan líkamann!! Táslunrnar, fingurnar og eyrun meira að segja!

      Það sem ég geri er að ég set 50/50 brúnku og lotion saman í brúnkukremshanskann og nudda því jafnt saman í hanskann. Byrja á sköflungnum og fikra mig upp með fótunum. Enda með því að dempa nánast þurrum hanskanum á ristina og tærnar svo það komi ekki mikið, en þó nóg til að tengja litinn niður.

      Á viðkvæmu staðina, eins og andlit, fingur og handarbak, dempa ég hanskanum á þau svæði með þéttum handtökum aftur og aftur.

      Til að hnúinn og parturinn á milli fingranna verði ekki skrýtinn og ójafn, set ég alltaf mikið body lotion í lófana og nudda þeim vel í og á handarbakið.

      Ef það kemur sletta af brúnkukremi á óæskilegan stað, þá er best að taka þurrt bréf (svo sem klósettpappír) og þurrka blettinn með því.

      …..Ó ég vona að þetta hafi sagt þér eitthvað =) Hljómar kannski flókið og mikið vesen, en þetta tekur mig í alvörunni 5 mínútur! =)

      • Theodóra Mjöll

        22. November 2013

        Æi gleymdi að klára söguna: Eftir að ég er búin að setja kremið á fæturnar, þá ber ég á bakið, svo framan á mig (maga, brjóst og bringu) upp með hálsinum (passa að setja líka á bak við eyrun) og enda á andlitinu.

        Enda “ferlið” á því að bera á hendurnar =)

        • Kristjana

          23. November 2013

          Snilld, takk fyrir frábært svar :)

  8. Sigga

    21. November 2013

    Ég hef notað froðuna frá St. Tropez og hún er alger snilld. Hún er einmitt brún á litinn svo maður sjái hvað maður er að gera og hún þornar nánst um leið. Fékk líka einhver verðlaun um árið ;)

    • Theodóra Mjöll

      22. November 2013

      ú ég hef ekki prófað froðuna. Ég er eitthvað svo föst í að nota gel….prófa það jafnvel næst =)

  9. Telma

    22. November 2013

    Er í alvöru engin lykt af því ? Ég hef prufað bæði every day mousse og gradual tan og það er alveg sami brúnkustinkurinn og af öllu öðru :/

    • Theodóra Mjöll

      22. November 2013

      Sko, það er alltaf einhver lykt af brúnkukremum. Því miður, en af öllum þeim kremum sem ég hef prófað þá er þetta það krem sem er með minnstu lyktinni. En ég er samt sammála með orðið brúnkukremstinkur, það er sko orð! Ég bíð spennt eftir þeim degi sem eitthvað vörumerki kynnir lyktarlaust brúnkukrem!! =)

  10. Telma

    28. November 2013

    Já einmitt… úffffff ég líka! :)