fbpx

Heimilið í Sunnudagsmogganum

Heimilið

Ljósmyndari frá Morgunblaðinu leit við í morgun og smellti nokkrum myndum af heimilinu mínu sem mun birtast ásamt léttu viðtali í næstkomandi Sunnudagsmogga.

 

heima3

 Svo lét ég loksins verða af því að prenta út mynd sem ég tók af uppáhalds fjallinu mínu í Öxnadal og hengja hana upp fyrir ofan skenkinn á ganginum. Hvernig finnst ykkur hún koma út?

 

 

heima4

 Borðstofustólarnir létum við bólstra í sumar þar sem fyrra áklæði var frekar skrautlegt. En stólarnir voru smíðaðir sérstaklega fyrir ömmu og afa Emils mannsins míns sem við svo fengum gefins fyrir nokkrum árum síðan. Það var mikill hausverkur að velja rétta áklæðið en ég held við séum nokkuð sátt við þetta fallega grófa og hvíta leður.

 

home2

Þetta horn er mikið notað á mínu heimili og oft slegist um það á kvöldin (sit þar einmitt núna).

Skemmtilegt sýnikennsluvideó <3

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. Bára

  20. November 2013

  VÁ !! Stólarnir eru æðislegir ! Svo gaman að eiga húsgögn með “sál”

  -takk fyrir skemmtilegt blogg <3

 2. LV

  20. November 2013

  Mjög falleg myndin og heimilið þitt :)

  -LV

 3. Gyda systir

  20. November 2013

  Flott myndin, hun kemur ekkert sma vel ut! :)

 4. Elísabet Gunnars

  20. November 2013

  Æðisleg. Skemmtilegt að hún sé af uppáhalds fjallinu þínu. :)

 5. Sandra

  20. November 2013

  Fallegt heimili :) Má ég spyrja þig hvar þú fekkst þennan skenk?

 6. Begga Veigars

  20. November 2013

  Love it all!!