Ég hef áður sagt ykkur frá fíkn minni í fallega brúnkukremssmurða líkama. Já, þetta er fíkn.
Ég er hvítingi af Guðs náð, verð ekki brún í sól þó ég sé hálfnakin á sólarströnd í 3 mánuði (hef prófað það).
Brazilian Tan var mitt eitur lengi, en eins og ég sé á gömlum skinkumyndum þá var ég appelsínugul af ofnotkun þess. Ekki fallegt.
Fyrir um ári síðan kynntist ég svo loksins Xen Tan sem ég var mjög hrifin af. Mjög fallegur litur, kaldur (ekki orange) og raunverulegur. Nánast engin lykt af því og á góðu verði. En ég er rosalega viðkvæm fyrir brúnkukremum sem klístrast. Mér fannst það aldrei fyllilega fara inn í húðina mína, veit ekki hvort það sé bara á mér eða hvort aðrir upplifi það….? Einnig er ég með ofnæmi fyrir perubalsam sem er gervi lyktarefni sem er í allt of mörgum snyrti- og húðvörum og ég er nokkuð viss um að það hafi verið snefill af því í Xen tan.
Allavegana. Lét loksins verða af því í sumar að prófa St. Tropez. Verð að segja að ég hafði enga trú á því vegna nafnsins (minnti mig á Hawaian Tropic sem ég er ekki hrifin af). Ég fann ljósið. Án gríns.
Það góða við St. Tropez brúnkukremið er að það er lyktarlaust, ég fæ ekki ofnæmi af því (exem og annað), það er í gel formi sem þýðir að kremið sekkur inn í húðina og þornar um leið. Það er brúnt á litinn (stelpur, það er nauðsynlegt að vera með BRÚNT brúnkukrem. Annars sjáið þið ekkert hvað þið eruð að gera) og það er drjúgt. Hef sjaldan átt eina túpu eins lengi. Ég var s.s að kaupa 3ja brúsann núna í síðustu viku síðan í júnílok og ég nota kremið að minnsta kosti 1x í viku.
Sniiiildin ein!
Þetta er sem sagt brúnkukremið sem ég nota.
Það heitir Bronzing Lotion og er frekar dökkt. Ég á einnig body lotion-ið frá þeim og blanda því oft saman við brúnkukremið til að endurtaka ekki skinkuleikinn sem ég var í um tvítugt.
Skrifa Innlegg