fbpx

Hinn fullkomni flugfreyjusnúður

Hár

Balmain hárið er eitt vandaðasta vörumerki í heiminum hvað varðar gervihár og hárlengingar úr alvöru hári.

Í reglulegri heimsókn minni á heildsöluna ISON (sem flytur inn Balmain hárið) rak ég augun í þennan dásamlega snúð og gat ég ekki farið út án hans. Þetta er hinn fullkomni ásetti snúður sem tekur í alvörunni 2 mínútur að setja upp en lítur út eins og klukkutíma greiðsla hjá hárgreiðslukonu.

Ég fékk Evu Rakel vinkonu mína til að vera tilraunadýr og hún skellti sér í WOW Air búninginn sinn til að máta við greiðsluna….

sn2sn1

Með snúðinum fylgja spennur og klemma til að halda honum föstum.

Hér koma leiðbeiningar um hvernig hægt er setja upp þennan dásamlega snúð.

sn12

1. Settu hárið allt í tagl. Flott er að túpera hárið aðeins að ofan til að fá lyftingu í rótina.

sn6

2. Taktu hárið úr taglinu og snúðu því utan um taglið. Spenntu snúðinn niður með spennum. Best er að ýta spennunni inn í snúðinn.

sn13

3. Taktu snúðinn og opnaðu klemmuna inn í honum.

sn7

4. Færðu snúðinn yfir hárið og klemmdu hann upp við efri part teygjunnar.

sn10

5. Festu snúðinn upp við rót hársins með spennunum sem fylgdu með. Best er að krækja öðrum anga spennunnar i snúðinn og hinn í rót hársins og ýta henni svo inn í hárið.

sn8

6. Passaðu að snúðurinn sé vel spenntur niður allan hringinn.

sn5

…..taadaaa….. snúðurinn tilbúinn!

sn3

sn14

H&M Home: ást!

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Kristín

    16. August 2014

    Er hægt að fara og kaupa svona hjá þeim

    • Theodóra Mjöll

      18. August 2014

      Já =)

  2. Unnur

    16. August 2014

    Dásamlegt, hvað heitir þessi litur? :)

    • Theodóra Mjöll

      18. August 2014

      Inn í honum stendur St. Tropez-Nordic blonde ef það segir þér eitthvað =)

  3. Anonymous

    17. August 2014

    Hvar getur maður keypt svona?

    • Theodóra Mjöll

      18. August 2014

      Þetta fæst á heildsölunni og er hægt að kaupa snúðinn af þeim þar =)