fbpx

H&M Home: ást!

Heimilið

Ég og Ólíver fórum til Noregs í enda Júlí til mömmu&pabba, en þau búa í dásamlegri sveit rétt fyrir utan Osló.

Eins og sannur Íslendingur leit ég við í H&M og fann þar H&M home deild á efstu hæðinni í einni versluninni. Úrvalið var ekkert stórkostlegt, en eins og afgreiðsludaman sagði, þá rýkur allt það “góða” út um leið og það kemur inn í búðina. Ég ætlaði mér að kaupa marmara sængurverasett og alls kyns góðgæti sem ég kynnt mér í nýjasta bæklingi H&M home (sem er dásamlegur) en ekkert af því var til.

Ég fann þó þessa koparstjaka hérna fyrir neðan og er ótrúlega ánægð með þá, fyrir utan að þeir beigluðust smá í ferðatöskunni….en það verður bara að hafa það…. =)

hmhome

Sjónvarpsskenkurinn sem stjakarnir sitja á klæddum við Emil með marmaralímmiða fyrr í sumar. Sýni ykkur betur frá honum seinna=)

Og vinningshafinn er......

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Anna Morales

  13. August 2014

  Hvar getur maður nálgast svona límiða?

  • Theodóra Mjöll

   13. August 2014

   Keyptum okkar í Bauhaus =)

   • Svart á Hvítu

    13. August 2014

    Þessi týpa er uppseld… keypti svona um daginn fyrir skúffur í kommóðunni minni og vantaði aukarúllu sem ég gat svo ekki fengið:/ Koma ekki fleiri fyrr en seinna í haust!

 2. Bryndís Gunnlaugsdóttir

  14. August 2014

  Ég verð að komast yfir svona marmararúllu =)

 3. Anna Morales

  22. August 2014

  Takk fyrir það :)