fbpx

Hárgreiðslunámskeið fyrir pabba, afa, mömmur og ömmur

Námskeið

í desember mun ég og Helga Rakel Þorgilsdóttir halda tvö skemmtileg hárgreiðslunámskeið. Annað námskeiðið er fyrir pabba og afa og hitt fyrir mömmur og ömmur sem vilja læra að greiða, binda og flétta hárið á stelpunum sínum.

Æskilegur aldur stelpna er 4 – 10 ára.

Kennslan er byggð á greiðslum úr hárgreiðslubókinni minni LOKKAR.

Það sem þátttakendur munu læra er:
Fræðsla og hárumhirða
Greiða hár
Skipta hári niður
Teygjur og spennur
Tagl og tígó
Grunnkennsla í fléttum

Innifalið:
Allar stelpur á námskeiðinu fá hárbursta, teygjur, spennur, pinnagreiðu
og hárlykkju frá Babyliss.

Á námskeiðinu býðst þátttakendum að kaupa hárgreiðslubókina
LOKKA á kynningarverði.

Tími:

Pabba- og afanámskeið verður haldið laugardaginn 7. desember kl 12:30-15:30

Mömmu- og ömmunámskeið verður haldið laugardaginn 14.desember kl 12:30-15:30

 

Námskeiðsgjad: 14.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning:

Tækniskólinn Skólavörðuholti, stofa 208 á jarðhæð

Skráning:

Fyrir pabba- og afanámskeið ýtið HÉR

Fyrir mömmu- og ömmunámskeið ýtið HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.  

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

 Screen Shot 2013-11-24 at 1.36.15 PM

Sunnudagsmogginn <3

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Bergdís Ýr

    27. November 2013

    Frábært framtak Theodóra!!
    Ein spurning þessu ótengd, veistu hvar “gormateygjurnar” fást? Ég man að þú skrifaðir um þær í bloggi fyrir lifandi löngu síðan en finn það ekki :/

    • Theodóra Mjöll

      27. November 2013

      Sæl og takk fyrir það =)

      Ég veit að þær fengust í Vero Moda og Name it fyrir nokkru síðan =)

  2. Karen

    29. November 2013

    Ég keypti í Fatasala grúbbunni á facebook svona gormateygjur :) þær eru snilld