fbpx

Fullkomin tvöföld augnhár

Snyrtivörur

Við Karin Kristjana eigandi Nola.is, deilum vinnustofu á Brandenburg auglýsingastofunni sem er yndislegt því ég fæ að vera tilraunadýr þegar nýjar og spennandi vörur koma til hennar.

Karin flytur inn brjálæðislega flott augnhár frá Model Rock sem hún selur á síðunni sinni  Nola.is sem ég hef mikið notað og er mjög ánægð með. Í gær komu þessi dásamlegu tvöföldu augnhár sem við erum að missa þvag yfir. Ég nota sjálf mikið gerviaugnhár og finnast þau svo skemmtileg og auðveld í notkun (eftir smá æfingu). Þau gefa manni þennan vá-faktor sem er svo gaman að hafa þegar maður fer eitthvað út.

Það eina sem Karin gerði áður en hún setti augnhárin var að setja smá eyeliner, og lítinn maskara á bæði efri og neðri augnhárin. Það mætti segja að með þessum er maður tilbúin á ball á 5 mínútum.

auga-nolais1

Þessi geta ekki klikkað!

Mánudagshár

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hrönn Hilmarsdóttir

    20. January 2015

    Hvað heita þessi augnhár ? langar svo að finna þau á nola.is :)

  2. Karin

    21. January 2015

    Þessi heita Out to Fabulousness ;-)