fbpx

Fallegir jólapakkar

Jóla

Það er ekkert skemmtilegra en að opna pakka! En hver kannast ekki við að vera með tuttugu jólagjafir upp á borði korter fyrir jól og henda jólapappír yfir þær og líma í snarráði saman einhvernvegin því þetta verður hvort eð er rifið af eftir nokkra sólahringa!

Málið er að pakkningin utan um gjöfina er hluti af upplifun gjafarinnar. Ef þú átt einstaklega fallegan pakka undir trénu sem sést hefur verið að honum hefur verið pakkað inn af alúð fær gjöfin – innihaldið – mun meiri þýðingu.

Ég hvet ykkur til að gefa ykkur tíma til að pakka inn gjöfunum, byrja snemma og gera skemmtilegt föndurkvöld úr því:) Ég hef gert það síðustu ár og er þetta orðin ein af jólahefðunum mínum….

Hér eru nokkrar ótrúlega fallegar hugmyndir af jólapakkningum sem þið getið nýtt ykkur:) Ég veit að ég mun gera það :)

Hvaða sjampó á ég að fá mér?

Skrifa Innlegg