fbpx

Hvaða sjampó á ég að fá mér?

Hár

Ég held að ég sé búin að prófa flest öll sjampóin á markaðinum í dag, kannski ekki alveg …..en nálægt því!

Það sem hefur staðið upp úr hjá mér er K-pak línan frá JOICO, en hún er algjör snilld fyrir hár sem þarf á uppbyggingu að halda. Það þyngir ekki hárið og það góða er að það er hægt að kaupa djúpnæringu og fleiri efni í sömu línu og þau vinna öll saman að því að styrkja hárið. Fullkomið fyrir þurrt hár og mikið litað.

Svo er það sjampóið frá Kérastase Cristalliste, en það sjampó er hægt að fá fyrir fínt hár og gróft. Það er aðeins þyngra en K-pak en gerir hárið silki- silkimjúkt og byggir það upp í leiðinni. Ég elska þetta sjampó, og næringuna líka! Kérastase er dýr vara og þið skuluð vera alveg hundrað prósent viss um að velja rétta sjampóið áður en keypt er!

Svo er það nýjasta sjampóið: Trillance frá Sebastían, það er nú meiri snilldin! Gefur rosalega gott loft í hárið og það verður létt og mjúkt í marga daga! Ég hef aldrei verið með hreint hár í jafnlangan tíma eins og eftir ég notaði Trillance. Það er sjaldan sem hægt er að finna sjampó sem bæði gefur lyftingu og mýkt, svo ég mæli vel með því!

Svo muna stelpur: Þvo hárið 2-5 hvern dag og þvo hárið ALLTAF 2-3 með sjampói í sturtunni!

xxx

Jólagott

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Berglind

    29. November 2012

    Hvar fæst K-pak línan? og af hverju á maður að þvo hárið 2-3 sinnum sjampóinu í sturtunni? :)

    • Theodóra Mjöll

      29. November 2012

      K-pak fæst allavega á Rauðhettu og Úlfinum :)

      En ástæðan fyrir því að það þarf að þvo sér 2-3 með sjampói er að í fyrsta sinn sem þú þværð þér nærðu aldrei allri fitunni og olíunni úr hársverðinum. Stundum nærðu henni ekki úr fyrr en í 2-3 skiptið. Einnig ná næringarefni sjamósins mun dýpra inn í hárið eftir 1-2 þvotta.
      Þú finnur svakalegan mun á hárinu hvað það endist mun lengur hreint þegar það er þvegið oftar en einu sinni ! Það er loforð! :)

  2. Guðbjörg

    29. November 2012

    Vissi þetta ekki hehe, ég þvæ það alltaf 1x í sturtunni, ætla að prófa að þvo það 2-3x í sturtu. En hvaða shampoo mæliru með fyrir þykkt og þurrt hár? :)

    • Theodóra Mjöll

      29. November 2012

      Já endilega prófaðu það!
      En ég myndi mæla með góðu rakasjampói fyrir þykkt og þurrt hár. Það eru að sjálfögðu til hundrað mismunandi rakasjampó svo talaðu við hárgreiðslumanninn/konuna áður en þú kaupir það til að fá góðar ráðleggingar varðandi rétta sjampóið.
      Annars er hægt að finna góðar leiðbeiningar um hvernig þú átt að velja þér sjampó og hárnæringu í bókinni minni “Hárið” :)

  3. Anna

    29. November 2012

    Á hvernig verði er k-pak? Mig vantar svo sjampó en hef ekki efni á einhverju svakalega dýru akkúrat núna…

    • Theodóra Mjöll

      29. November 2012

      JOICO sjampóin finnast mér vera á góðu verði, en þau eru venjulega um 2000-2500 stykkið. Ég mæli svo sannarlega með því, því að það þarf að nota svo lítið af því í einu og dugar í nokkra mánuði.

  4. Ingibjörg

    30. November 2012

    Hæhæ..

    Herðu þú segir að þvo á sér hárið á 2-5 daga fresti.. en ef maður er að stunda miklar æfingar og vill þá auðvitað fara í sturtu og bleita hárið á maður þá bara að setja næringu, eða ertu með eitthvað gott ráð?

    • Theodóra Mjöll

      30. November 2012

      Já akkurrat!
      þegar ég var að æfa sem mest þá þvoði ég það með sjampói anna hvern dag. Skolaði það síðan vel með vatni og setti næringu í endana annan hvern dag á móti.
      Ef þér finnst það ennþá skítugt eða olíukennt er þurrsjampó algert undraefni eða barnapúður.! Það þurrkar upp fituna og gerir það matt….

  5. Hafdís Hjalta

    17. October 2013

    Flott ! og gott að vita þetta.