Ég get sagt það með sönnu að síðustu 4 vikur lífs míns hafa verið þær brjálæðustu, vinnulega séð, sem ég hef upplifað!
Hef án gríns ekki sofið jafn lítið, verið jafn stressuð en afkastamikil síðan ég man eftir mér.
Það sem er að frétta er að Lífsstíll höf göngu sína á Stöð 2 vegna mikillar ánægju frá framleiðundum og áhorfendum (takk fyrir mig=)
Ég gerði eitt stykki Disney hárbók fyrir Ameríkumarkað.
Vann á Rauðhettu plús óteljandi greiðslur á kvöldin og daginn fyrir hitt og þetta.
Fór út á land í tvo daga með VOGUE og gerði 12 bls tískuþátt með þeim sem kemur í blaðinu í Desember.
Síðast en ekki síst var ég að vinna að þáttunum mínum og var að taka upp síðasta innslagið í dag.
Já, fór til Köben um helgina í brúðkaup systur minnar….
Þó svo að þetta sé hrikaleg mynd af mér þá leyfi ég þessari að fljóta með, en þarna er Sarah eigandi og stofnandi SKYN Iceland í spjalli við mig fyrir Lífsstíl. Ótrúlega flott kona sem ég lít mikið upp til!
Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður í spjalli fyrir Lífsstíl. Ég þrááái Pyro Pet kertin hennar!
Helga og Karítas í Ígló&Indí þegar ég tók viðtal við þær fyrir Lífsstíl. Ótrúlega falleg vinnustofa!
Stúdíóið í Disney myndatökunni. Fengum lánuð föt og props fyrir óhugnalega háar upphæðir og þökkum við kærlega fyrir alla þá hjálp sem við fengum og traustið. Þetta var ævintýralega fallegt.
Skipulagið fyrir myndatökuna…..sko mig, ég kann líka alveg smá að vera skipulögð =)
Ellen Lofts sá um stíliseringu, snillingurinn sá!
VOUGE!!!! Taska sem stíllistinn frá Vogue tók með sér í tökurnar =)
Við Ísak í góðum gír í tökunum =)
Hjónin á Strikinu í bongó blíðu.
Gyða sys og Per að segja JÁ =)
xxxxxx
Theodóra Mjöll
Skrifa Innlegg