fbpx

Burt með flatan hnakka!

Eitt algengasta hárvandamál kvenna er flatur hnakki. Ástæðan fyrir því að hárið í hnakkanum verður oftar en ekki flatt er sú að það eru oft sterkir sveipir sem ýta hárinu til hliðanna í stað þess að hárið leggst aftur með höfðinu. Einnig getur hárið flast út á nóttunni þegar við liggjum með höfuðið á koddanum. Sumar konur eru með svo þykkt og þungt hár að engin lyfting helst í því. Ástæðurnar eru margar og lausnirnar í stíl.

Það er engin ein rétt leið til að ná lyftingu í hnakkanum. Ég er persónulega ekki hrifin af því að túpera hárið dags daglega svo ég reyni að finna aðrar góðar leiðir til að góðri lyftingu.

Hér eru þrjár leiðir til að lyfta hárinu í hnakkanum sem endast vel út daginn. Það er gott að prófa sig áfram og finna þá leið sem hentar þínu hári því  það er engin aðferð “rétta” aðferðin.

………………………………………..

1. Blásið hárið upp úr góðum blástursvökva.

Ég nota Volume mousse frá Label.m nánast alltaf áður en ég blæs hárið. Ég hef prófað mikið af blástursvökvum og finnst þessi sá allra besti. Ástæðan er sú að þú finnur ekki fyrir því að það er efni í hárinu eftir blásturinn, það verður tvöfalt stærra í rótina án þess að verða klístrað eða “efnað”. Efnið þurrkar upp hárið í rótina og heldur því þannig mun lengur hreinu.

Ég skipti hárinu niður í nokkra parta og spreyja efninu í rótina jafnt alls staðar, nudda síðan hársvörðinn eftir á til að það dreyfist jafnt. Svo blæs ég hárið í allar áttir og rótin verður tvöfalt stærri. Mjög einfalt og er eitthvað fyrir alla, bæði konur með stutt hár og sítt, þykkt og þunnt.

31hdyp4jV5L._SY300_

 

2. Blásið hárið í hnakkanum rakt með rúllubursta aftur með hnakkanum. Þessi aðferð er fyrir þá lengra komnu, hún krefst æfingar en virkar mjög vel. Það sem er gott að gera er að staðsetja rúlluburstann vel undir hárið í hnakkanum og draga rúlluburstann upp og fram með höfðinu. Þessi aðferð vinnur vel á sveipum og hentar öllum hárgerðum. Best er að setja góðan blástursvökva áður en hárið er blásið svo hárið haldist á sínum stað.

Það þyrfti helst að vera kennslumyndband til að sýna hvernig á að gera þetta almennilega en ég mæli með fyrir þá sem vilja mastera þetta að fara á youtube og skrifa: How to blow dry your hair with a round brush.

Curling-brush

3. Gömlu góðu rúllurnar klikka aldrei. Ég nota þær óspart og þær svínvirka. Það er mjög gott að setja þær í hárið beint eftir að það er blásið, passa að hárið sé enn heitt þegar þær eru settar í, leyfa hárinu svo að kólna í rúllunum og taka þær úr.

Þessi skvísa hér fyrir neðan er með fimm rúllur í hárinu, þrjár beint niður með hnakkanum og eina sitthvorum megin við. Þetta er mjög góð og skilvirk leið til að fá góð lyftingu á stuttum tíma.

Screen Shot 2015-01-21 at 12.39.25

Ég vona að þessar aðferðir geti hjálpað einhverjum. Það eru mun fleiri aðferðir til en ég læt þetta duga í bili.

xxx

Theodóra Mjöll

Fullkomin tvöföld augnhár

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ásta Dröfn

    21. January 2015

    Ég verð klárlega að fjárfesta í rúllum

  2. Rakel Guðmundsdóttir

    26. January 2015

    Hvar er hægt að fá svona stórar rúllur?