fbpx

Andlitslyfting á 10 mínútum

Snyrtivörur

Face-lift in a bag er eitt af frábærum húðvörum SKYN Iceland. Eins og ég hef bloggað um áður þá hefur vörumerkið heltekið mig alla og hef ég ekki fundið eins mikinn mun á húðinni minni eins og eftir að ég byrjaði að nota vörurnar og þá sérstaklega kremin.

Varan kemur í pakka með nokkrum misstórum púðum sem raðaðir eru á mikilvægustu staði andlitsins til að fá bestu útkomuna, á hökuna og í broshrukkurnar, undir augun og á ennið.

Þeir eru svo látnir bíða í 10 mínútur á andlitinu og fylgir þeim notarleg kuldatilfinning sem varir í marga klukkutíma eftir að þeir eru teknir af. Það má segja að þetta sé eins og hressandi expressóbolli fyrir andlitið, það gjörsamlega lifnar við!

Þetta verða allir að prófa!

faceliftinabag1

Ég gat í alvörunni ekki brosað meira en þetta fyrir myndavélina haha… En svona líta púðarnir út á andlitinu.

faceliftinabag3faceliftinabag2

Svo var ekki amarlegt að fá að kíkja í pokana frá Nola.is handa Justin og Jessicu vinum mínum, en þau fá glaðning frá SKYN Iceland fyrir tónleikana.

Ég bauðst auðvitað fram hjálparhönd og færa þeim þetta persónulega, svona til að vera kurteis….á eftir að fá svar…..=)

xxx

TheodóraMjöll

Hinn fullkomni flugfreyjusnúður

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Ása Regins

  21. August 2014

  Ég get ekki beðið eftir að prufa þetta !! :-))

 2. lovísa Vattnes

  27. August 2014

  VÁ hvað mig langar að prófa þessa andlits-lyftingar-púða :)
  Hvar get ég nálgast vöruna , og hvað kostar svona ?
  kv. Lovísa