fbpx

Aðventukransinn

Jóla

Þar sem varla er hægt að stíga út fyrir hússins dyr vegna veðurs, er ekkert annað hægt en að kósa sig undir teppi og kveikja á kertum. Aðventukransinn minn í ár er gullfallegur postulínskrans frá Postulínu. 

Það allra besta við aðventukransinn eða aðventudiskinn, er að það þarf ekki að líma eða festa skrautið á kransinn heldur er fallegu jólaskrauti raðað á diskinn og meðfram kertunum ef þess er óskað eftir. Ég hef alltaf verið í miklu basli við að útbúa aðventukrans, gert of stóra, troðið greni sem svo þornar og verður ljótt áður en fyrsti jólasveinninn kemur í bæinn. Þetta er fullkomlega þægilegt og svo er hægt að skipta út skrautinu að vild án vesens.

Ég er mjög náttúruleg í jólaskreytingum og vel köngla og greni fram yfir plast og glimmer. Þó er alltaf gaman að blanda því saman.

Könglana týndi ég sjálf og stakk í ofninn fyrir um tveimur árum síðan og ég spreyjaði helminginn af þeim með koparspreyi sem mér finnst koma einstaklega vel út.

adventukransinn

Gleðilega aðventu og ég vona að þið hafið notið dagsins jafn vel og ég =)

Jólamarkaður sem enginn má missa af!

Skrifa Innlegg