fbpx

100 hamingjudagar =)

Fyrir þá sem ekki hafa lesið hamingjublogg Helga Ómars eða séð einhvern smella þessu hashtaggi #100happydays undir mynd á instagram eða facebook, ættu svo sannarlega að skoða þetta skemmtilega konsept.

100happydays.com er heimasíðan á bak við alla þessa hamingju og mæli ég eindregið með því að skoða hana vel með opnum hug og taka áskoruninni!

Ég skráði mig í gær og ætla að stuðla að hamingjusamara og betra lífi fyrir mig og mína fjölskyldu. Þetta þarf nefnilega ekki að vera flókið, finna einn hlut sem gerir þig hamingjusama/nn á hverjum degi. Hvort sem það eru skórnir þínir, maki, barn, tannburstinn eða sjónvarpið. Hugsið ykkur ef við notuðum aukaorkuna í jákvæðni en ekki neikvæðni og hvað það gæti bætt líf okkar til muna.

photo (6) copy

 

Thumbs UP….. þó þumallinn sjáist eitthvað skringilega, eins og aðskotahlutur…

Marmaraneglur

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Begga Veigars

    12. February 2014

    Þú ert svo mikið æði!

  2. Helgi Omars

    12. February 2014

    HLAKKA TIL AÐ FYLGJAST MEÐ!! xxx og merktu #trendhelgi

  3. Begga Kummer

    13. February 2014

    ooo.. er svo að LÖVA þetta attitude !!! Það er líka svo miklu skemmtilegra þegar maður er jákvæður ;)