fbpx

100 hamingjudagar =)

Fyrir þá sem ekki hafa lesið hamingjublogg Helga Ómars eða séð einhvern smella þessu hashtaggi #100happydays undir mynd á instagram eða facebook, ættu svo sannarlega að skoða þetta skemmtilega konsept.

100happydays.com er heimasíðan á bak við alla þessa hamingju og mæli ég eindregið með því að skoða hana vel með opnum hug og taka áskoruninni!

Ég skráði mig í gær og ætla að stuðla að hamingjusamara og betra lífi fyrir mig og mína fjölskyldu. Þetta þarf nefnilega ekki að vera flókið, finna einn hlut sem gerir þig hamingjusama/nn á hverjum degi. Hvort sem það eru skórnir þínir, maki, barn, tannburstinn eða sjónvarpið. Hugsið ykkur ef við notuðum aukaorkuna í jákvæðni en ekki neikvæðni og hvað það gæti bætt líf okkar til muna.

photo (6) copy

 

Thumbs UP….. þó þumallinn sjáist eitthvað skringilega, eins og aðskotahlutur…

Marmaraneglur

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Begga Veigars

  12. February 2014

  Þú ert svo mikið æði!

 2. Helgi Omars

  12. February 2014

  HLAKKA TIL AÐ FYLGJAST MEÐ!! xxx og merktu #trendhelgi

 3. Begga Kummer

  13. February 2014

  ooo.. er svo að LÖVA þetta attitude !!! Það er líka svo miklu skemmtilegra þegar maður er jákvæður ;)