fbpx

Takk fyrir mig*

Lífið Mitt

Mig langar að byrja á því að þakka kærlega fyrir mig – fyrir allar fallegu athugasemdirnar sem voru bæði til mín og til Trendnets. Það var frekar stór ákvörðun að ákveða að vera með í þessu nýja concepti sem Trendnet er og ég er svo ánægð með að vera partur af þessum frábæra hópi bloggara.

Það var ekkert sérstaklega auðvelt að velja tvær athugasemdir úr öllum þeim sem komu inn – svo ég ákvað að draga bara úr þeim alveg random. Þær sem unnu eru:

Sól Margrét og Erla Dögg endilega sendið mér línu á ernahrund@trendnet.is – bara til að staðfesta að þið vitið að þið eruð sigurvegararnir:)

Fyrir ykkur hinar sem vantar ef til vill förðun á næstunni þá getið þið líka sent mér línu á ernahrund@trendnet.is – ég tek af og til að mér farðanir í heimahúsi þegar tíminn hentar ;)

Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að gera eftir þetta fyrsta ár er að skoða hvaða færslur ykkur fannst skemmtilegastar – hér fyrir neðan eru topp 10 færslurnar:

1. Nýji naglalakkseyðirinn frá Maybelline
Þessi færsla slær út allar aðrar í vinsældum – ef þið eruð ekki enn búnar að prófa þessa snilld þá verðið þið að gera það núna ;)

2. Heimaföndur – sýnikennsla
Áður en ég fór útí þessa kertaframleiðslu hafði aldrei hvarflað að mér hversu vinsælt þetta föndur mitt myndi verða. Í kjöfarið var ég í viðtali í Fréttablaðinu og fékk sirka 10 pósta á dag allan desember með spurningum og myndabeiðnum – ég skemmti mér konunglega, þetta var fullkomið hobbý fyrir eina kasólétta!

3. Íslenskar fyrirsætur fyrir Lancome
Það kemur mér nú ekki á óvart hversu mikið þessi færsla var lesin – gullfallegar konur og einn besti farði sem ég hef prófað.

4. 30.12.12
Bloggið átti hug minn í lok meðgöngunnar og mér fannst á einhvern hátt ég eiga ykkur það að þakka að ég hélt geðheilsu þarna síðustu mánuðina. Eitt af því fyrsta sem ég gerði eftir fæðinguna var að tilkynna ykkur um fæðingu bumbubúans – Tinna Snæs

5. Primer
Ég er virkilega ánægð með það hvað samanburðarfærslurnar mínar eru vinsælar og ég lofa að halda þeim áfram – næst á dagskrá eru CC krem!

6. Útópía
Ef þið hafið ekki séð myndirnar eftir hana Rakel Tómasar þá eruð þið að missa af miklu – ótrúlega hæfileikarík ung listakona.

7. BB krem
Önnur samanburðarfærsla sem sló í gegn – í kjölfarið gerði ég aðra færslu með fleiri BB kremum.

8. Bumbi
Fyrsta bloggið mitt inná Trendnet – en hvað er gaman að sjá að sú færsla rataði inná listann. Ég var löngu búin að ákveða að segja ykkur frá bumbubúanum þegar ég yrði komin yfir 20 vikur svo þegar Trendnet kom upp þá fannst mér við hæfi að tilkynna um erfingjann við hátíðlegt tilefni :)

9. Laugardagslúkk
Cara slær alltaf í gegn – enda er hún nánast alltaf fyrirsætan í lúkkunum sem ég vel að kenna ykkur hvernig þið eigið að ná!

10. What Magna Wore
Þessi fallega mamma/amma á fullkomlega skilið að vera á topplistanum – þvílík skvísa. Ég kíki reglulega inná þessa síðu og ég hvet ykkur til að gera það sama.

Það eina sem mér fannst vanta inná topplistann voru kannski sýnikennslurnar . Ég tek það til mín sem ábending um að ég þurfi að leggja aðeins meiri vinnu í að gera þau betri – og kannski bæta við tali í þau. En þessa stundina er ég einmitt búin að vera að taka upp sýnikennslumyndbönd með tali sem ég hlakka til að sýna ykkur!!

Um leið og ég þakka ykkur fyrir frábært ár og fallegar kveðjur langar mig að biðja ykkur sem tókuð þátt í leiknum mínum að skilja eftir ykkur spor oftar – hvort sem það eru facebook like, hjörtu <3 eða athugasemdir – mér finnst svo gaman að því ;)

Hlakka til að byrja nýtt ár með ykkur hér á Trendnet.

EH

Líftími Snyrtivara

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    12. August 2013

    Ég prófaði í fyrsta sinn naglalakkaeyðinn um daginn, búin að langa það síðan þú skrifaðir um hann:) ELSKA HANN ;)
    -Svana

    • Reykjavík Fashion Journal

      12. August 2013

      ohh hann er æði – ég er húkkt er með einn heima og annan niðrá skrifstofu bara svona ef ég skildi vilja skipta um lit skyndilega ;)

  2. Bryndís Gunnlaugsdóttir

    13. August 2013

    Takk fyrir æðislegt blogg – kem hingað daglega og sýnikennslur og samanburðarfærslur eru í miklu uppáhaldi =)