fbpx

Líftími Snyrtivara

Makeup ArtistMakeup Tips

Ein af algengustu spurningunum sem ég fæ sem makeup artisti er hvað endast snyrtivörurnar mínar lengi. Svarið er mjög misjafnt eftir tegundum snyrtivara og klukkan byrjar aldrei að tikka fyr en þið opnið snyrtivöruna sjálfa. Umbúðirnar eru alltaf lofttæmdar til að koma í veg fyrir að súrefni komist í tæri við formúluna – en eftir að þið opnið þær þá er það í flestum tilvikum þannig að þær þorna smám saman upp.Aftan á öllum snyrtivörum finnið þið þetta merki hér…

… það segir til um líftíma snyrtivörunnar frá því að þið opnið hana. Líftíminn er misjafn eftir tegund snyrtivara. Flestir maskarar eru merktir með 6 M (6 mánuðir frá opnun), krem eru flest merkt 12 M (12 mánuðir – það er þó mjög misjafnt) og naglalökk merkt 24 M (24 mánuðir).

Núna verðið þið allar að fara og tékka á snyrtivörunum ykkar og það er um að gera að losa sig við þær vörur sem eru komnar á aldur. Þessu fylgir þó einn galli og hann er sá að þið þurfið helst að muna hvenær þið notuðuð snyrtivörurnar ykkar fyrst sem getur verið erfitt ef þið eruð eitthvað líkar mér ;)

EH

Fallegar vörur í MAIA

Skrifa Innlegg