fbpx

30.12.12

ÁramótFallegtLífið MittMeðganga

Fallegi strákurinn okkar Aðalsteins kom í heiminn um 10 leytið í morgun eftir erfiða fæðingu. Við erum svo hamingjusöm með Bumba okkar sem hefur fengið nafnið Tinni – nafnið var komið um leið og við fengum að vita kynið svo það er dásamleg tilfinning að geta sagt það loksins upphátt. Strákurinn var rúmar 17 merkur sem ætti ekki að koma á óvart miðað við kúlustærð.

Besti endir á árinu 2012 sem ég hefði getað óskað mér!!! Takk fyrir lesturinn á árinu sem er senn að líða hlakka til að heyra í ykkur aftur á nýju ári þangað til tek ég mér smátíma til að gróa – þó svo það sé eflaust stutt þar til næsta sýnikennsla komi í hús ef ég þekki sjálfa mig.

EH

Þær Best Klæddu 2012

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Elísabet Gunn

  30. December 2012

  Hæ fallegi litli einstaklingur, ég hlakka til að kynnast þér.
  30 er mjög góð tala. Alban og Tinni deila henni og ég er mjög ánægð með það.

 2. Daníel

  30. December 2012

  Til hamingju með strákinn :)

 3. Svart á Hvítu

  30. December 2012

  Yndislegar fréttir, til hamingju með Tinna litla:*
  Hafðu það ótrúlega gott með litlu fjölskyldunni þinni.
  -Svana

 4. Edda Sigfúsdóttir

  30. December 2012

  Jidúddamía hvað maður er sætur!! Innilega til hamingju með yndislega prinsinn, mikið hlakka ég til að hitta hann! Nú lofa ég að hætta að kalla hann Kára því nú er hann komið með þetta líka fína nafn Tinni! Næsta barn fær þá bara Kári;) Hlakka til að heyra betur í ykkur þegar þið eruð búin að jafna ykkur!! ;*

 5. Sonja

  31. December 2012

  Til hamingju með Tinna elsku Erna mín. Hann er algjör moli.
  Njóttu, njóttu, njóttu – þetta er fljótt að líða!