fbpx

Laugardagslúkk

FyrirsæturLúkkmakeupMakeup TipsNáðu Lúkkinu

Allar farðanir virðast klæða þessa gullfallegu stelpu – þetta lúkk sameinar 2 af helstu makeup trendum sumarsins – litaður eyeliner og áberandi mattar varir.Svona náið þið lúkkinu:

 • Fallegur léttur farði sem gefur húðinni smá glans um leið.
 • Smá sólarpúður undir kinnbeinin til að ýta þeim upp.
 • Bleikur púður kinnalitur á epli kinnanna.
 • Ljós aungkuggi yfir allt augnlokið og í augnkrókana. Skyggið globuslínuna með möttum brúnum augnskugga og setjið létt af sanseruðum kopartóna augnskugga meðfram neðri augnhárunum og yfir ytri helmings augnloksins.
 • Setjið 2 umferðir af góðum þykkingamaskara sem greiðir vel úr augnhárunum – passið að láta maskarann ekki þorna á milli umferða.
 • Bjartur varalitur – þið getið notað hvaða varalit sem er og ef þið viljið fá matta áferð þá farið þið eftir ráði #1 HÉR

Fullkomið lúkk fyrir kvöldið ef þið hættið ykkur útí íslenska veðrið!

EH

Hreinsun Húðarinnar

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Elísabet

  3. March 2013

  Finnst þessi varalitur ekkert smá flottur, ekki getiru bent á einhvern sem er svipaður? ;)

  • Halldóra

   21. March 2013

   Getur prófað hjá MAC. Eru með varaliti eins og Candy Yum Yum sem er alveg skærbleikur, næstum því neon. Vegas Volt sem er svona eins og stelpan á myndinni er með. Morange er skær appelsínugulur. Svo eru aðrir litir eins og Costa Chic og Love Orn.

 2. Agata

  3. March 2013

  Ég á ekki orð yfir það hvað þessi stelpa er svöl!!