fbpx

Heimaföndur – Sýnikennsla

HeimaföndurShopSýnikennsla

Eftir fjöldan allan af fyrirspurnum þá dreif ég loksins í þessu!Það sem þið þurfið er kerti – þetta er úr Ikea en er uppselt, kíkið neðar til að sjá kertin sem ég fann í gær – lím, bæði límin fást í föndurbúðinni í Holtagörðum stærra límið fékk ég fyrst hitt fékk ég í næstu innkaupaferð – límin gefa alveg sömu útkomu, svampbursta, pappír – hann fékk ég líka í föndurbúðinni Holtagörðum bað bara um matta kertapappírinn í afgreiðslunni en ég hef líka heyrt að pappírinn skipti ekki máli það sé límið, mér finnst áferðin á þessum bara svo falleg. 

Update: Var að heyra það að föndurbúðir bæjarins eru ekki allar sammála um það hvaða lím á að nota. Ég mæli með því að þið prófið að kveikja á einu kerti áður en þið farið í mikla framleiðslu. Ég er búin að vera með kveikt á einu sem ég gerði með Decou Page líminu og það virkar og ég veit að Svana er að gera tilraun með kertunum sem hún gerði með Mod Podge líminu:) En svo er líka best að biðja bara um aðstoð í búðinni sem þið farið í! Ég ríf kantana meðfram myndinni þar til hún passar nokkurn vegin á kertið. Mér finnst flott áferðin sem kemur þegar ég ríf en það er auðvitað hægt bara að klippa. Setjið svo bara nóg lím og dreifið vel úr þeim og meðfram köntunum. Ég byrja á því að setja endann sem ég vil hafa undir á kertið og rúlla myndinni síðan á það. Passið að blaðið sé alveg uppvið kertið – að það myndist ekki neinar loftbólur.Hér er svo myndin komin á kertið. Ég passa að myndin meðfram toppnum og botninum sé alveg uppvið kertið.Að lokum doppa ég líminu svo yfir. Passið ykkur að ef þið gerið þetta þá verðið þið að doppa yfir ef þið strjúkið getur liturinn færst til. Mér var sagt að ef ég notaði laserprentara þá gerðist það ekki en mér finnst hann samt færast til. Af því límið er jú hvítt þá kemur svona hvít þoka yfir myndina en ég mái hana bara út með því að doppa yfir kertið svo með höndunum og taka þannig burt umfram límið. Í þessu skrefi passa ég uppá að kantarnir á blaðinu sé alveg uppvið kertið – enginn endi stendur út.Hér er svo lokaútkoman. Mæli með að þið látið kertin þorna yfir nótt. Stóru kertin eru úr Ikea, þau eru því miður uppseld og samkvæmt versluninni ekki væntanleg fyr en eftir 4-7 vikur. Minni kertin fann ég svo í Tiger í gærkvöldi svo veit ég að Svana notaði kerti frá systrunum Önnu og Klöru – þau eru aðeins minni en þessi í Tiger. Söstrene kertin eru á 399kr og Tiger kertin 500kr.Ég er aðeins byrjuð að dunda mér í því að pakka kertunum inn – ég væri alla vega til í að fá svona fínan jólapakka veit ekki með ykkur;)

Að lokum langar mig að bæta við að ég er búin að fá þónokkrar pósta og komment útaf myndunum sem ég er að nota en ég á bara því miður enga linka…. en sendið á mig línu á ernahrund@trendnet.is með hvaða mynd þið eruð að hugsa um og ef ég á hana enn þá get ég bara sent hana á ykkur:)

Góða föndurstund!

EH

35 vikur og 1 dagur

Skrifa Innlegg

37 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  22. November 2012

  Þetta er svo fínt, ég var einmitt búin að lofa vinkonunum að halda föndurkvöld fyrir þær um helgina til að kenna þeim þetta.. verra ef að kertin eru öll uppseld haha:) Þetta verður greinilega jólagjöfin í ár:)

 2. Reykjavík Fashion Journal

  22. November 2012

  hahaha segðu! En mæli þá með Tiger kertunum – en um að gera að skunda þangað sem fyrst áður en þau seljast upp:D

 3. Laufey Einarsdóttir

  22. November 2012

  Rosa flott kerti hjá þér Erna! :) Ég gerði svona kerti um daginn og var mjög ánægð. En síðan fór ég í Lit og Föndur á Skólavörðustíg í síðustu viku og þar sagði konan mér að maður mætti alls ekki nota Mod Podge í svona kertaföndur því það eykur víst eldhættu. Þegar ég sagði henni að ég hefði verið búin að lesa það á nokkrum stöðum (t.d. á netinu og í hús og híbýli) að maður gæti notað Mod Podge lím, sagði hún grafalvarleg að það væri allt rugl og að hún vildi sko ekki bera ábyrgð á því að öll íslensk heimili myndu brenna niður um jólin! Ég varð alveg skíthrædd og skömmustuleg og þorði ekki öðru en að kaupa e-ð sérstakt kertalím. Vildi bara láta þig vita:) veit ekkert hvort það sé eitthvað til í þessu en ég þorði ekki öðru en að taka þessu alvarlega. Sögðu þeir í Holtagörðum að það væri allt í lagi að nota Mod Podge-ið á kerti sem maður ætlar að kveikja á?

  • Reykjavík Fashion Journal

   22. November 2012

   obbosí! ég er ekki enn búin að nota Mod Podge límið sem ég keypti. Fór fyrst f. sirka 2 vikum þangað og þá fékk ég annað lím sem er þetta sem er í stærri túpunni. Mod Podgeið keypti ég síðan til öryggis ef hitt myndi klárast og einmitt var ráðlagt að kaupa það af afgreiðslufólkinu í Holtagörðum…. Takk fyrir ábendinguna ég ætla að bæta þessu við í færsluna. En ég gerði tilraun á kertunum með fyrra líminu sem ég fékk í Holtagörðum – og það virkar;)

 4. Snædís

  22. November 2012

  Afhverju er límið sett utan á líka??

  • Reykjavík Fashion Journal

   22. November 2012

   Límið myndar eins konar húð utan um kertið og mér finnst bara flott áferðin sem kemur á kertið sjálft þess vegna geri ég það:)

 5. Linda

  23. November 2012

  Vá hvað er gaman að þú skulir hafa gert blogg um hvernig maður býr til þessi kerti, fer strax i það um helgina að föndra , takk :)

 6. Hildur

  23. November 2012

  Mjög falleg kertin hjá þér. Ég fékk einmitt sömu ábendingu í Lit og föndur að ég mætti alls ekki nota Mod Podge límið því það væri eldhætta af því og keypti því sérstakt lím sem er með eldvörn. Fékk samt mismunandi ábendingar í Lit og föndur og í Föndru hvort maður ætti að setja lím utan á kertið.
  Ég fékk rosalega fínt hvítt stórt kerti í Bónus sem brennur svona vel og er ódýrara en það sem ég var búin að kaupa í Ikea fyrr í mánuðinum :)

 7. Svava Marín

  24. November 2012

  Ótrúlega flott! Hvar keyptirðu myndirnar?

 8. Sigríður

  24. November 2012

  Alveg einstaklega falleg kerti!
  takk fyrir þessa kennslu :)

  Eitt sem ég er svo forvitin með, hvort myndin brennur með kertinu? eða verður hún eftir?

 9. Edda Sigfúsdóttir

  24. November 2012

  Váá en fíínt! Þetta er æði!

 10. Rakel Jónsdóttir

  24. November 2012

  Æðislega flott hjá þér!

 11. Snjólaug

  25. November 2012

  Flott kertin þín! Hræðslan við Mod Podge er trúlega vega þess að þetta er límlakk. Ég hef notað kertalím sem heitir Kerzen Potch og fæst í Föndru. Það virkar vel en gefur ekki glans.

  • Ásta

   17. December 2012

   Ég keypti kerzen potch einmitt af því að það er eina límið sem er eldtefjandi og því mikið minni líkur á því að það kvikni í pappírnum, sá einmitt á facebook kerti sem kona hafði keypt af einhverri kertakonu og það hafði kviknað í því og það munaði engu aðþað hefði orðið skaði af.

   • Reykjavík Fashion Journal

    17. December 2012

    Já ég sá það líka…. þess vegna held ég að það sé nauðsynlegt að prófa að leyfa einu kerti að brenna alveg niður áður en maður gefur kertin einhverjum öðrum. Það er aldrei hægt að fara of varlega:)

 12. Auður

  25. November 2012

  Takk fyrir að deila leiðbeiningunum, en ég er með tvær spurningar: Verður maður að nota einhvern sérstakan pappír til að prenta myndirnar, eða bara venjulegan? Er einhver pappír betri en annar?

  • Reykjavík Fashion Journal

   25. November 2012

   Þú getur víst notað hvaða pappír sem er – það er bara límið sem skiptir máli:):) Ég nota samt extra mattan pappír svolítið eins og hann sé endurunninn finnst bara áferðin svo flott:)

 13. Alli

  25. November 2012

  Þannig að þú setur bara blaðið í prentara og prentar út myndina? skiptir engu máli hvernig pappírinn snýr?

 14. Kata

  25. November 2012

  Mæli með að nota lím sem er ætlað fyrir kerti. Fæst einmitt í Föndru og Lit og föndur. Einnig er hægt að nota fallegar servettur, en notar bara efsta lagið. Setur lím á kertið og dempar svo líminu ofaná til að rífa það ekki og bleyta of mikið þar sem eitt lag af servettu er of þunnt ;)

  • Reykjavík Fashion Journal

   25. November 2012

   Sniðug hugmynd með servíetturnar! – Prófa það næst;) En já það er mjög mikilvægt að velja rétt lím og einmitt að prófa að brenna eitt tilbúið kerti áður en fleiri eru framleidd;)

 15. Anonymous

  26. November 2012

  Frábær síða og góðar upplýsinga. takk fyrir mig kveðja Bryndís

 16. Anonymous

  26. November 2012

  Hvar finnur maður flottar myndir til að nota ( hvaða Síður ) ?

 17. Berglind

  26. November 2012

  Hæ. Flott þetta hjà þér. À hvaða síðum getur maður fundið svona fallegar myndir?

 18. Ingibjörg

  28. November 2012

  Seturu bæði lím undir og yfir pappírinn? :)

 19. Helena

  21. December 2012

  Er að nota kertalím sem heitir einfaldalega candle glue og þær sögðu að yrði í góðu lagi. Er búin að prófa eitt og það hefur ekki enn kveikt í húsinu en var bara að spá það er svo klístrað utan á? Varð þitt þannig fyrst eða veit einhvert hvort maður getur náð því af með því að doppa? Festist alveg við gjafapappírinn, mögulega bara of mikið lím?

  • Reykjavík Fashion Journal

   22. December 2012

   Mögulega of mikið lím – gæti verið þori samt ekki að segja til með það. Mitt lím er matt svo það gefur alveg matta áferð þegar ég doppa því yfir og fer ekki í gegnum pappírinn. En ef þú ert búin að prófa að kveikja á kertinu og það var í lagi þá ætti þetta nú að vera í góðu lagi. Maður er jú alltaf að fylgjast með kertum sem kveikt er á alla vega með öðru auganu:)

 20. Jónína Sigrún

  3. February 2013

  Vá hvað þetta er flott hjá þér !!
  þetta var akkúrat það sem ég þurfti !
  ég reyndi við þetta um daginn, en gafst fljótt upp því ég er ekki allveg sú þolinmóðasta, en sé hvað ég hef gert vitlaust, takk fyrir þetta ! :)

 21. Anonymous

  9. October 2014

  Áttu ennþá til myndirnar? :)

  • Reykjavík Fashion Journal

   9. October 2014

   Nei því miður þær eru margar hverjar horfnar úr tölvunni – en brátt ætla ég að hefja nýja söfnun fyrir komandi jól – mun að sjálfsögðu deila þeim með lesendum :)