fbpx

35 vikur og 1 dagur

Meðganga

Þessi var tekin í gærkvöldi – kominn tími á nýja mynd. Þessi bumba er 35 vikna og 1 dags gömul og litli kúturinn sem er inní henni er búinn að skorða sig samkvæmt síðustu skoðun hjá ljósunni, mér finnst gaman að vita af því að hann sé svona aðeins farinn að pæla í því að koma út og gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að missa vatnið áður en hausinn er kominn niður. Jólin geta ekki komið nógu fljótt að mínu mati – settur dagur er 25. des!

Það er ótrúlegt hvað líkaminn getur breyst mikið á stuttum tíma og svo fer hann bara aftur í sama horf – þetta er svo sannarlega kraftaverk***

Ég er voðalega róleg yfir fæðingunni sem mörgum vinkonum mínum finnst alveg óskiljanlegt en ég held þetta verði ekkert mál og kannski bara aðeins betra að fara inní fæðinguna með smá kæruleysi;)

EH

Nýtt í Snyrtibuddunni

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Antonía

    22. November 2012

    Ég var svona líka þegar ég var ólétt, var bara róleg og hugsaði að þetta yrði ekkert mál. Hugarfarið skiptir máli og góð öndun þegar að stundinni kemur :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      22. November 2012

      Já ég held þetta sé bara einmitt eins og maður eigi að reyna að hugsa. Hjá mér er tilhlökkunin um að fá að knúsa son minn svo mikil að ég á ekki eftir að láta neitt stoppa mig í fæðingunni og líka bara hugsa að það augnablik færist bara nær og nær með hverri hríð:)

  2. Gulla

    22. November 2012

    Mamma sagði að þú værir orðin mjög ólétt. Little did I know… þetta er gullfalleg bumba :) Gangi ykkur vel!

  3. Anonymous

    22. November 2012

    Ákveðni með dash af kæruleysi er kostur sem þú hefur frá Pabba gamla.

  4. Jovana

    22. November 2012

    Já það er frekar ótrúlegt hvað maður er rosalega rólegur svona korter í fæðingu.. Gangi þér vel, það er yndislegur tími framundan!!!

  5. m

    24. November 2012

    takk fyrir skemmtilegt blogg, ég hef voða gaman af því að fylgjast með óléttu-færslunum, eignaðist sjálf lítinn strák í sumar :) var einmitt voða róleg yfir þessu öllu saman og fæðingin gekk eins og í sögu…. ef þig langar að lesa fæðingasögu get ég sent þér…:) mér fannst það hjálpa mér að hafa lesið reynslu annarra þó svo að þetta sé auðvitað ólík upplifun hjá hverri og einni