fbpx

Nýtt í Snyrtibuddunni

Ég Mæli MeðLúkkmakeupMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniShiseido

Kremaðir eyelinerar í krukku eru bara snilld – ef þið hafið ekki enn prófað þá endilega gerið það þá næst þegar ykkur vantar eyeliner. Sá nýjasti í minni snyrtibuddu er frá Shiseido og er brúnn. Mér finnst brúnir eyelinerar vanmetnir – af einhverjum ástæðum þá veljum við oftast svartan frekar. Svarti liturinn gefur mun hvassari áferð svo maður getur kannski ekki notað mikið af honum svona dags daglega þegar förðunin á að vera náttúruleg. Brúnir tónar falla svo vel saman við húðina – því húðin okkar er sjálf brún – svo það er hægt að nota meira af honum. Eyelinerinn frá Shiseido kemur í svona lítilli krukku og skásettur eyelinerpensill fylgir með. Liturinn er mjög þéttur svo það er nóg að strjúka honum bara einu sinni yfir augnlokið – línan verður alveg heil. Línan smitast ekki og liturinn þornar svo þið þurfið ekkert að hafa áhyggjur af honum yfir daginn.Það sem mér finnst best við krem- og gel eyelinera er að þeir eru líka frábærir augnskuggar eða undirstöður undir augnskugga. Hér setti ég bara nóg af eyeliner yfir augnlokið og dreifði úr honum með pensli með þéttum hárum. Það er einmitt sniðugt að nota þennan eyeliner til að breyta dagförðun í kvöldförðun þið bara bætið á eyelinerinn. Línan sem þið settuð á fyr um morgunin helst á óhögguð og verður litsterkari svo það lítur út fyrir að þið séuð með eyeliner líka – án þess að setja hann sérstaklega á. Með því að gera þetta verður augnlokið matt og flott og liturinn fellur ekki í línur.

Ég mæli með að þið kíkið á þennan næst þegar ykkur vantar eyeliner og þá helst brúnan. Brúnn fer að sjálfsögðu brúnum augum vel en mér finnst liturinn líka gera blá augu alveg extra blá:)

EH

Uglur Heilla

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Þuríður

    22. November 2012

    Mig langaði að forvitnast hjá þér, þegar þú pantar þér föt af Ebay, hvað þarftu oftast ca að borga í toll af fötunum á pósthúsinu? :-)

    • Reykjavík Fashion Journal

      22. November 2012

      Það fer algjörlega eftir verðinu á flíkinni. Í tollinum er þetta reiknað þannig að fyrst er tollurinn lagður á sem er 10% af verðinu svo vsk sem er 25.5% ef þú ert að versla föt og skó – 7% ef það eru bækur eða dvd t.d. svo er tekið tollmeðferðargjald sem er alltaf það sama 550kr. Svo þú ættir að geta reiknað tollinn út áður en þú kaupir vöruna:)

  2. Velina

    23. November 2012

    Ég á svona brúnan gel-eyeliner frá bobbi brown og ég elska hann. Keypti brúnan og svartan saman í pakka og ég hef ekki einu sinni opnað svarta því brúni er svo flottur :)